Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Qupperneq 18
i8
Finnur Jónsson
við gríska stafrófið, þvíað í því gríska táknaði g (y, og það
tók Ulfíla síðar upp í sitt stafróf) hinn kverkhljóðandi
nefhljóð í g og k, en sjerstakur stafur var ekki myndaður
til að tákna það. Þegar þá í rúnastafrófinu var búið til
alveg nvtt tákn úr < k á sínum eigin stað í staf-
rófinu, þá greinist það með því frá því gríska og forní-
tölskum stafrófum, og sú líkíng, sem menn hafa þóst
finna við hið gríska gg = r)g, er aðeins á yfirborðinu
og tómur skuggi«. Á svo mismunandi hátt má skoða
sama hlutinn. Ummæli Wimmers eru að minsta kosti
svo þúngvæg, að ekki verður skoðun v. Friesens talin
óyggjandi.
Þegar nú v. Friesen fer að skvra hinar rúnirnar, seg-
ist hann ekki aðeins taka tillit til þeirrar leturtegundar,
er var höfð á minnismerki (hið upphaflega letur), heldut'
og til þeirrar, er notuð var í ritum og — einkum — í
snarhandarletri, er notað var í daglegu lífi, t. d. í viðskifta-
skjölum, og því allmikið notað. Þetta áleit v. Friesen sig
skvldugan að gera af »vísindalegum« ástæðum.
Sjálfhljóðar. F a, má leiða bæði af latínsku og
grísku minnismerkjaletri. — d e lítur eins út og grískt
snarhandar-e: [ 1; óþarft að fara hjer í latínuletur. —
Þ X I, finst í snarhandar )etriv, og er orðið til úr e. Það
getur ekki verið tilviljun, að stafagerðin er svo lík. — I i
getur auðvitað bæði svarað til latínska og gríska stafsins.
— íio á að vera ummyndaður snarhandarstafur minn-
ismerkjatáknið o getur og hafa haft þvðíngu; þessi stafur
var valinn, þvíað gotneskan hafði aðeins lángt o. — H u
er ekki hægt að leiða af grísku tákni, en stafar frá latn.
snarhandar-o. — f w getur leiðst af gr. v (ypsilon), sem
í minnismerkjaletri hefur ýmsar myndir (f og fl.). — <> j
er hægt að leiða af latn. G, en hljóð táknanna eru ekki
svo lík; því er rúnin öllu heldur komin af grískum band-
staf, er merkir ei: 0.