Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 20
20
Finnur Jónsson
leiða bæði af gr. og latn., — 4 (u, f, h, r) er að vísu
teknar af latn. stöfum, eða: 20 rúnir eru helst úr gr.,
4 úr latn.
v. Friesen hefur síðar oftar en einu sinni ritað um
málið, og haldið fast við skoðanir sínar í öllum aðalat-
riðum, en játað, að k væri heldur frá latn. komið.
Við þessar skoðanir v. Friesens er nú mart að athuga
(auk þess sem áður er minst á). I fyrsta lagi er sú
skoðun ærið hæpin, að það sje »vísindalega« rjettast að
taka tillit til ýmsra leturtegunda. Þvert á móti er það
lángeðlilegast í sjálfu sjer að gera ekki ráð fyrir nema
einni, og þá minnismerkjaletrinu, enda ber öll rúnaröðin
það með sjer, að hún er þaðan runnin. Fiún er sjálfri
sjer samkynja og verður því ekki annað sagt, en að
eðlilegast sje og sennilegast, að hún sje ekki hrafl af
ýmsum leturtegundum, enda als ekki sannað, að þörf sje
á að leita til slíkra. Wimmer hefur að minsta kosti sýnt,
að brýn er sú þörf ekki.
v. Friesen bendir oftlega á grísku hljóðin og atkvæði
þeirra og hyggur, að þau hafi ráðið, og þar á getur
auðvitað enginn vafi leikið, að frumhljóðin, hvort heldur
þau voru grísk eða latnesk, hafa ráðið mildu. Rúna-
smiðurinn hefúr hlotið að þekkja þau. En þessari megin-
reglu fylgir v. Friesen ekki, þegar svo býður við að horfa.
Fiann álítur, nákvæmlega eins og Wimmer gerði, að stund-
um hafi verið notuð stafatákn, sem ails ekki samsvöruðu
þeim hljóðum, sem rúnirnar, er voru til búnar eftir þeim,
táknuðu. Annars hefur þetta atriði ekki stórmikla þýðíngu.
v. Friesen er líka, einsog Wimmer, neyddur til að gera
ýmsar smábreytíngar á frumtáknunum.
Það má því með alveg sama rjetti telja svo:
4 rúnir (eða 5) eru að allra dómi frá latn.: h, f, u, r og k,
5 rúnir: a, d, p, n, vv, eru miklu líklegri tjl að vera
komnar frá latn. en grísku.