Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 21
Rúnafræði
21
II rúnir: i, o, j, b, þ, s, R, t, m, g, 1 er jafnauðvelt að
leiða úr latn. sem gr.
3 rúnir: e, f, g má leiða úr gr., en líka úr iatn.
Þegar nú svo er, sýnist lítil sem engin ástæða vera
til þess að hverfa frá skoðun Wimmers, þvíað v. Friesens
skýríng er ekki að neinu leyti fremur fullnægjandi, nema
síður sje í mörgum greinum.
Væri til sögulegar ástæður til þess að leiða rúnirnar
úr grísku, væri öðru máli að gegna. En svo er einmitt
ekki. Hin rómverska menníng var löngu fyrir 200 komin
til Dónásveitanna, og áður en Gotar komu til Svartahafs-
ins. Þeir áttu alhægt með að kynnast þar letri Rómverja,
og rúnirnar þurfa ekki að vera eldri en frá því um 200.
Nú er komið að skoðunum S. Bugges, sem birtust
mörgum árum eftir dauða hans (1908); hann hafði auðvitað
þekt rit v. Friesens og tekið tillit til þess.
Ummæli og skoðun Bugges er nú nokkuð á reiki, en
aðalskoðun hans er sú, að rúnirnar staíi eins vegar frá
hinu latneska (eða að nokkru leyti frá öðru ítölsku,
etrúskisku letri), annars vegar frá því gríska. Af latínu-
stöfum leiðir hann f, u, r, h, j og R (af x), af etrúskiskum 2:
a, n, af grískum 9: k, g, w (af digamma F, vafasamt þó),
t, e (af etu, H), m (þó að nokkru af latínu-m ef til vill),
1, hg, o. Annaðhvort frá lat. eða gr. sje komnar 3: i, s, b.
Erfiðast sje að skýra þ, í, p og ð; ð vilí hann ekki leiða
af gr. 1? (einsog v. Friesen), »stafi frá óþektu lat. eða
gr. tákni«.
Vissunni um uppruna rúnanna hefur ekki miðað áfram
við ummæli Bugges. I þeim eru miklar efasemdir og
óskýrleikur. Þar kennir hugleiðínga, sem setja má aðrar
hugleiðíngar ámóti jafnþúngar á metunum. Ekki verður
vissan meiri við það, að hann setur uppruna rúnanna í
samband við skýríngu sína á nöfnum þeirra, en þar um
skal síðar rætt.