Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 22
22
Finnur Jónsson
Af rannsóknum annara fræðimanna skal hjer fyrst
getið skoðana H. Pedersens, prófessors í samanburðar-
málfræði (sjá ritgjörð hans í Árbókum Fornfr. fjel. 1923).
Hann skoðar málið frá sögulegu sjónarmiði og með saman-
burði stafrófa. tJt frá þessu sjónarmiði hnekkir hann alveg
þeirri skoðun (Bugges), að nokkrar rúnir stafi frá etrúsk-
ískum eða norðurítölskum stafrófum; þær líkíngar, sem
þar megi finna, sjeu aðeins af tilviljun. Plið írska svo-
kallaða ogamstafróf líkist í ýmsu fúþarknum, en þó geti
þar ekki verið að tala um neitt verulegt samband. Aftur
á móti er líkíngin við latn. stafrófið (eftir K'rist) í láng-
flestum greinum svo, að fullkomlega megi við hlíta. Það
gæti aðeins verið erfitt að skýra 3 rúnir: K X T. Þó er
engin frágángssök að leiða þær af latínustöfum. H. Pedersen
álítur því, að skýríngar Wimmers sjeu þær einu rjettu, að
minsta kosti sje ekki hægt að hafa neitt á móti 19
rúnunum. Sjerstaklega má geta ummælanna um ng-rúnina.
Þar er g-hljóðið það, sem mest kveður að (í írsku stafrófi
stendur ng við hliðina á g), og hljóðið var fremur g en g,
og því var það eðlilegt, að tvö < voru lögð saman til að
mynda eina rún. H. Pedersen orðar árángur sinn á þessa
leið: »Ef vjer nú fellum saman mynd og þýðíngu, þá verður
útkoman þessi: 15 rúnir þarf engan efa um, 3 eru að mynd-
inni til undarlegar (tC X T), 4 þurfa skýríngar með tilliti til
merkíngar (t>, h, X, ð), 2 eru nýmyndanir, báðar settar saman
með tvöföldun (<5-, M)«. Síðan ber H. Pedersen rúnirnar
saman við gríska stafrófið og kemst að þeirri niðurstöðu,
að rúnirnar verði ekki hægar leiddar af því, nema síður
sje. Hann tekur líka fram, að rúnirnar sje allar í minnis-
merkjaleturs stíl og finnur ekki nein merki þess, að snar-
handarstafir hafi verið notaðir.
Loks álítur H. Pedersen, að fornfræðin geti ekki sagt
oss, hvar rúnirnar sje skapaðar, og hann er helst á því,
að þær hafi verið gerðar í vestur-norðurálfu í Rínsveit-