Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 23
Rúnafrreði
23
unum, og Germanir hafi fengið þær frá Göllum (sbr.
Bugge). Þetta er auðvitað getgáta.
í sambandi við þetta skal þess getið, að próf. H. She-
telig (í Björgvin) hefur bent á, að elstu rúnafundir í
Noregi eru úr gröfum, sem geymdu muni (vopn) róm-
verska að gerð, beinlínis eða óbeinlínis, og hann talar um
allmikinn innflutníng rómverskra vopna og annara gripa,
einmitt á 2. og 3. öld. Þetta kemur vel heim. Annar
fornfræðíngur S. Grieg segir (í Haðalandssögu sinni):
sbáróttu katlarnir [frá Haðalandi] sýna samgöngur milli
Ítalíu og Noregs um Austurþ'skaland á 2. og 3. öld«.
Það vantar því ekki fornfræðilegan stuðníng við þeirri
skoðun, að rúnirnar sjeu gerðar eftir rómversku letri og
hafi flust til Norðurlanda, einmitt svo snemma sem þörf
er á af öðrum orsökum.
Síðar eru enn framkomnar skoðanir um annan upp-
runa rúnanna, sem ekki er hægt að láta ógetið.
Próf. S. Agrell í Lundi hefur í ritgjörð einni (í Arkiv
f. nord. fil. XLIII) látið í ljós þá skoðun, að fyrst hafi verið
búið til 16 stafa fúþark eftir latínustafrófi (a b c d e f h i 1
m n o r s t v); svo hafi stafrófið verið aukið með 8 rúnum
eftir gríska stafrófinu, einkum vegna talnagildis þessa
stafrófs stafa, sem aftur hafi staðið í nánu sambandi við
Miþratrúna. Þessa skoðun sína og skýríngar í samræmi
við hana á frumnorrænum letrum hefur hann sett fram í
bók sem heitir Runornas talmystik (talnaleyndardómar
rúnanna, 1927). En til þess að alt geti staðið heima þarf
hann að flytja fyrstu rúnina (f) og setja hana allrasíðast
í stafrófinu. Þetta gerræði er nóg til þess að fella skoðanir
hans eða að minsta kosti að gera þær harðla ósennilegar
og óáreiðanlegar.
Fyrir ekki löngu hefur próf. C. Marstrander í
Ósló birt ritgjörð um uppruna rúnanna. Það eru aðeins
aðalatriðin, sem hjer verður getið. Hann telur rúnirnar