Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 24
24
Finnur Jónsson
eldri en aðrir hafa gert, þ. e. frá öldinni fyrir Krists burð.
Vegna þess neitar hann öllum grískum uppruna þeirra.
Aðallega telur hann rúnirnar komnar úr latínustafrófi;
io af þeim eru í fullu samræmi við latínustafina (f r k h
i j t b e m); 6 eru öðruvísi (u a n s 1 o); I svarar ekki að
hljóðinu til (g); 7 hafa ekkert, er svari til þeirra í latn.
stafrófinu (þ v p i R d g). Hann álítur því, að það sje
ekki neitt eitt stafróf, sem sje grundvöllur rúnanna, heldur
fleiri, sem Germanir gátu haft kynni af, og hann bendir
á keltnesk-latnesk stafróf nyrst á Italíu og þar um slóðir.
Þaðan sjeu ýmsar rúnir runnar, þar finnist stafir, sem sjeu
alveg einsog rúnirnar; hann tekur hverja fyrir sig og sýnir
þetta. Hann kallar rúnirnar vestur-germanskar að uppruna
(sbr. H. Pedersen).
Marstrander ræðir líka um rúnanöfnin og röðina og
ber það saman við írska (keltneska) fornstafrófið, stendur
það hvorttveggja, segir hann, í sambandi við töfra og
læknisíþrótt. Hann segir í stuttu máli svo: »Hið germ-
anska rúnastafróf er guða- og vættafúþark frá fyrstu til
síðustu rúnar«, og »hvert nafn er í sjálfu sjer lykill að
helgi guðsins, skýring á eðli hans og ríki (domæne)«.
En ekki verður því neitað, að til þess að gera þetta senni-
legt þarf allsterkra bragða við, og mart af þeim er lítt
trúanlegt. Eftir því ætti Aí-nafnið að vera = Isis (egypta
goð). Hætt er við, að mart af skoðunum Marstranders nái
ekki samþykki fræðimanna.
v. Friesen hefur ekki viljað kannast við rjettmæti
skoðana þeirra H. Pedersens og Marstranders, og má þar
vísa til ummæla hans m. a. í Runorna i Sverige, 3. útg.
1928, en nýjar stoðir undir skoðanir sínar hefur hann ekki
haft að setja.
Loks hefur Finnlendíngur, M. Hammarström, ritað »um
uppruna rúnanna« í Studier i nord. filologi XX (1929). Sú
ritgjörð snýst alveg í móti v. Friesen, en hallast mest að