Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 25
Riínafræði
25
skoðunum Marstranders og hann telur rúnirnar vera frá
1. eða jafnvel 2. öld fyrir Krist, og hann telur víst, að þær
stafi frá minnismerkjaletri. Rök hans móti vrFriesen eru
óneitanlega bæði skarpleg og skýr, og því mjög þúngvæg
á metunum. Eftir vorri skoðun hefur hann alveg hnekt
niðurstöðu v. Friesens um uppruna rúnanna, en í þessari
stuttu skrá getum vjer ekki farið frekar út í einstök
atriði, en verðum að vísa til ritsins sjálfs. Hann hefur
enn ekki fremur en Marstrander bent á neitt eitt stafróf,
er leiða megi allar rúnirnar af. Þess skal getið, að Ham-
marström telur l--rúnina vera myndaða af i-rúninni
og að kvistirnir sje til þess gerðir að tákna hljóð hennar
(annað en i, en skylt). Enn fremur telur hann j-rúnina
ýngri (»nýmyndun«). Og mætti það vel mega vera. Ekki
vill Hammarström kannast við, að g-rúnin þurfi að
stafa frá gr. gg — ng.
5. Merkíng rúnanna. Auðvitað er ekki hægt að
segja nákvæmlega, hvernig hvert hljóð hefur verið, en
líklegast hafa þau verið sem næst því, er þau voru síðar
meir. Sjálfhljóðamerkin táknuðu bæði löng og stutt hljóð,
og málssagan segir til, hvar þau hafi verið. Undanþága
var líklega með i; þar var sjerstakt tákn fyrir lánga
hljóðið, ef sú skilníng nú er rjett.
Af samhljóðunum voru b, g, d hijómkvæð blásturshljóð,
b, g, ð, nema á eftir nefhljóð. Það leiðir af þeim hljóða-
breytíngum, sem urðu í germönskum málum yfir höfuð.
2. GREIN. ÞRÓUNARSAGA RÚNANNA Á
NORÐURLÖNDUM
Hvar sem uppruni rúnanna hefur verið er það hægt
að skilja, að þær gátu snemma borist til Norðurlanda.
Þær hafa flust með menníngarstraumum fyrst til Suður-