Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 26
2Ó
Finnur Jónsson
jótlands og þaðan breiðst út til hinna dönsku landa, þaðan
norður á við til Svíþjóðar og Noregs, hvernig sem það
ferðalag hefur verið.
Aldur elstu rúnaristnanna í Danmörku hefur verið
nokkuð ágreiníngsefni með fróðum mönnum. Wimmer
hjelt, að þær elstu væru frá því um 400—500, en hinn
sænski fornfræðíngur O. Montelius flutti þær um 150 ár
aftur í tímann. Hin síðasta rannsókn á aldri norskra rúna-
ristna er gerð af próf. Shetelig í Norske Indskrifter III.
Hann álítur, að elstu ristur á steinum sjeu frá því um
350—400 (Einangsteinninn, á gröf í Valdresi). Og líkt
er að segja um rúnir á ýmsum munum (t. d. á Hof-
kambinum). Þetta er alllíklegt að sje rjett, og er eigi
hægt að hafa mikið móti því. Shetelig segir, að steina-
risturnar »geti verið gerðar eftir útlendum fyrirmyndum
og sje næst að halda, að þær sjeu rómverskir leg-
steinar«.
Líklega hefur það litla sem enga þýðíngu, hvort
rúnaristur eru svo sem 100 árum eldri eða ýngri að
málinu til, því það hefur varla verið undirorpið miklum
breytíngum í þá tíð.
Elstu letrin eru á munum, fundnum í Torsbjærg-
mýri (í Angel): döggskór (af slíðrum), skjaldarbóla, við
Strárup (í Vaðlahjeraði, Vejle): men eða höfuðband, í
Nydam-mýri (í Sundeved): örvarskaft, við Himling(h)öje
(á Sjálandi): dálkur. Nokkru ýngri er — eftir skoðun
Wimmers — rúnirnar á gullhorninu (fundnu við Galle-
hús á Suðurjótlandi) og á mununum, er fundust í Vé-
mýri (á Fjóni): hefill, kambur, dálkur, döggskór og fl.,
rúnir á munum (fundnum við Kragehul á Fjóni): spjót-
skaft osfrv.
Alt þetta er, sem sjá má, náskylt gotnesku og þýsku
ristunum.
Til Norðurlanda hafa rúnirnar flust í þeirri mynd,