Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 27
Rúnafræði
27
sem þær voru hjá Gotum og Þjóðverjum og áður er lýst.
A Norðurlöndum urðu vmsar breytíngar á þeim; sögu
þeirra hefur Wimmer skýrt, og er þar enginn ágrein-
íngur um.
Lengi höfðu menn vitað, að til voru tvö stafróf,
annað lengra, með 24 rúnum, hitt skemra með 16.
Sumum þótti sennilegast, að hið skemra væri það eldra
og upphaflega, fjöldi rúnanna í hinu stafaði frá síðari
aukníngu. En Wimmer sýndi og sannaði með ómót-
mælaniegum rökum, að svo væri ekki. Hið eldra og
lengra hefði smábreyst og verið gert einfaldara, ekki síst
vegna breytínga, sem urðu á málinu sjálfu. Ein af helstu
breytíngunum var sú, að j hvarf alveg fremst í orðum.
Rúnin sjálf hjet jara, nu varð það orð ar(a) (þ. e. ár).
Nú hafði svo verið, að fyrsta hljóðið í nafninu var það,
sem rúnin táknaði; þaraf hlaut að leiða, að j-rúnin varð
nú að merkja a-hljóðið. Merkinu sjálfu var breytt, fyrst
í * og síðar í +. Nú var til áður a-rúnin P; henni var
haldið, en fjekk nú nvtt hljóð, nefkveðið (táknað q,).
Hliðstrikin voru flutt niður (f) og rúninni snúið við (f).
Vera má, að þessu hafi verið hagað þannig til þess að
talan 16 gæti myndast. Að öðru leyti voru engar rúnir
til búnar fyrir nefhljóð annara sjálfhljóða.
Átta tákn hurfu alveg, rúnirnar fyrir e, o, I, w, g, ð,
p, i) (ng). Eftir það var i-rúnin höfð fyrir e og í, u-rúnin
fyrir o, u og w, k-, t- og b-rúnirnar fyrir g, ð og p.
Ástæðan til þessarar rýrnunar er óljós, og getur ekki
hafa orsakast af málbreytíngum einum (sbr. t. d. það, að
Islendíngar hættu að rita ð á 14. öld og rituðu d, alveg
að orsakalausu). Að vísu breyttust hljóðin í blásturs-
hljóðunum b, ð, g í upphafi orða og urðu b, d, g.
Gömlu rúnirnar gleymdust þó ekki alt í einu; þær
voru t. d. kunnar þeim, sem risti hinn volduga Rökstein
á 9. öld (í Eystra-Gautlandi).