Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 29
Rúnafræði
29
a líka æ og ö, t líka d, b líka p. Þetta gerir lestur
rúnaristnanna oft erfiðan og tvíræðan. Af þessu má sjá,
að upphaflegu röðinni var haldið, nema að því leyti, að
R-rúnin var flutt og sett síðast, ef til vill vegna þess að
sú rún varð eklci höfð nema í enda orðs (stöku sinnum
inni í orði). Eftir að R-hljóðið hvarf og var algerlega
fallið saman við r-hljóðið — það varð fyrst og allsnemma
í Noregi — íjekk R-rúnin alveg n);ja merkíng, þ. e. það
hljóð, sern var fremst í nafni hennar (þarum síðar); rúnin
hjet þá ýr, og táknaði nú y.
Hjer um bil um 1100 skiftu m og 1 um sæti, efalaust
samkvæmt röðinni í latneska stafrófinu.
I Vestur-Noregi og í Svíþjóð fengu á 9. og 10. öld
fáeinar rúnir breytta mynd og öðruvísi en tíðkaðist í
Danmörk: b-rúnin fjekk myndina Þ og R-rúnin myndina I,
m-rúnin myndina +. Eru þær nefndar sænsk-norskar rúnir,
og fluttust til eyjarinnar Manar í írska hafinu. En frá
því á il.öld urðu »dönsku« rúnirnar (þ. e. hið framan-
ritaða stafróf) alstaðar tíðkaðar.
Á letrum verða oft allmiklar breytíngar, og það svo,
að ný stafróf myndast. Svo eru t. d. hinar svonefndu
Helsíngjarúnir (er tíðkuðust í Helsíngjalandi í Svíþjóð).
Þær eru t. d. á hinum fræga kirkjuhríng frá Forsakirkju
(um 1000). Þær rúnir eru að sumu leyti einfaldari og
ýmsum strikum slept.
r h ► Mt r
+ M M
r þ t r 1.
Úr þeim urðu aftur hinar svokölluðu staflausu rúnir (frá
norður-Helsíngjalandi); í þeim er aðalstafnum jafnaðar-
legast slept og ekkert eftir nema hliðstrikin.
Enn skal getið einnar tegundar af rúnum; það eru
svokallaðar kvistrúnir. Eru þær með svofeldu móti,