Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 30
30
Finnur Jónsson
að báðumegin á höfuðstafinn eru settir bognir eða beinir
hliðstafir (»kvistir«); merkja þeir til vinstri »ættina«, þeir
til hægri röðina innan ættarinnar; f er þá táknað sem Y,
u sem 'f, þ sem ^ osfrv; h sem Y osfrv. Stundum ber
þess að gæta, að I. og 3. ættin gátu skift um sæti.
Rúnastafrófið, einsog það var í Danmörk, breyttist
líka smám saman nokkuð. Menn hafa fundið, að það var
nokkuð ófullkomið, og eftir að kristnin var komin á,
kyntust menn latínumáli og varð það ekki afleiðíngalaust.
Fyrsta nýjúngin, sem gerð var, um 1000, var að setja
púnkt í tvær rúnir, í I til að tákna e: (, og í í til þess
að tákna g: f. í Noregi settu menn púnkt í t til að
merkja d: 1, og í Danmörk í sjálfan legginn: 3. Þessar
rúnir voru kallaðar »stúngnar«. Seinna var búið til B (eða B,
b með »opnum belgjum«) = p. I málskrúðsfræði sinni
(um 1250) skýrir Ólafur hvítaskáld frá setníngu, sem
Valdimar Danakonúngur hafi búið til; hún hljóðar svo:
sprængd manz hek flyþi tvvi boll (síðari hlutinn er lítt
skiljanlegur) og er ritin með rúnum. Hjer er gömlu
rúninni f snúið við, = o eða 0, + táknar æ og 1 y, þ. e.
hjer eru tákn fyrir hljóðvörp. Hið gamla s-tákn H, sem
fjekk nafnið knésól, er haft fyrir z. Þetta stafróf er hjer
um bil það sama, sem notað er í hinu danska rúnahandriti
með Skánungalögum frá því um 1300, en þar eru og
nokkur ný tákn.
Á íslandi eru engir rúnagripir til frá fyrstu 4 öldum
byggðar þess, og engir rúnasteinar. Þetta hið síðara hefur
verið skýrt svo, að þegar landið fanst og byggðist höfðu
menn í Noregi lagt niður þann sið — að minsta kosti
að mestu — að rista rúnir á steina í eða á gröfum.
Landnámsmennirnir fluttu því ekki með sjer sið, sem
þeir þektu ékki. En fyrir því voru ekki rúnirnar týndar
eða fallnar í gleymsku á 9. öld og um 900. Þær voru
notaðar, en víst svo að segja eingöngu sem töfra- og