Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 32
32
Finnur Jónsson
námi« — það er alt, sem vjer vitum um þenna merkilega
mann. Er ekki ólíklegt, að hann hafi fengist við rúnir
og umbætur á þeim.
í málfræðisritgjörð sinni talar Ólafur hvítaskáld um
stafróf og rúnirnar, en það stafróf er það, sem hann kyntist
í Danmörk; hann tilfærir 5 sjálfhljóða u, o, i, a, y og
»stúnginn ís« þ. e. e; samhljóðana r n s m 1, fþktb;
»stúngið t«, þ. e. d, þekkir hann og, og »knésól« (H).
Hann þekkir og bandrúnir, tvíhljóðana ae, au, éy og éo
(líklega hljóðvörp) og ritar rúnateiknin. Eitthvað af þessu
kann að stafa frá Þóroddi.
Síðast á 13. öld eða Um 1300 fer fyrst að bera á
rúna-legsteinum á Islandi1) og eru þeir til ekki allfáir,
flestallir frá norður- og vesturlandi, þar á mót örfáir
frá suður- og austurlandi, og má það furðu gegna. í
nærsveitunum við Baulu voru mjög notaðir hinir 5-strendu
steinar, Baulusteinar. í ritgjörð eftir dr. Kálund, í Arbókum
hins norr. fornfr. fjel. 1882 og í ritgjörð eftir F. Jónsson,
sst. 1910, svo og í mörgum árgöngum Árbókar Fornleifa-
fjelagsins eru taldar og skýrðar þær áietranir, sem að
þessu hafa fundist. Þær eru hjer allar í Viðbæti.
í ýngri íslenskum handritum eru rúnastafróf ekki
allfá; eru þar ýmisleg smáafbrigði, og verður þeirra ekki
getið hjer. Um þau má vísa til fyrrnefndrar ritgjörðar
eftir Finn Jónsson.
Um töfrarúnir mun síðar verða talað.
3. GREIN. NÖFN RÚNANNA
Einsog röð rúnanna í fúþarknum, sem er óskýrð enn,
er germönsk og án nokkurrar fyrirmyndar, eins er með
nöfn þeirra, sem Germanir (Gotar) hafa sjálfir búið til.
Sennilega standa þau í sambandi við töframátt rúnanna.
*) Rúnirnar á Valþjófsstaðahurðinni eru norskar, en ekki íslenskar.