Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Qupperneq 33
Rúnafræði
33
í fornkvæðum finnast stöku rúnanöfn svo sem »Týr«
og »nauð« (í Sigurdrífumálum 6 og 7), hið fyrra í sam-
bandi við »sigrúnar«, hið síðara við »ölrúnar«. í Skírnis-
málum (36) er nefndur »þurs«. Alt eru þetta kunn
rúnanöfn.
Nöfnin á 16 rúnunum í ýngra stafrófinu þekkjum vjer
af hinu norska rúnakvæði svo kölluðu, sem líklegast er
ort um 1270. Þau eru:
f fé h hagall t týr
u úr n nauð b bjarkan
þ þurs i íss m maðr
a óss a ár 1 lögr
r reið k kaun s sól ý ýr-
Þessi nöfn finnast og í hinu svonefnda ABC-darium
Normannicum, skrifað á 9. öld (er í hdr. í St. Gallen);
sum nöfn eru þar, einsog við var að búast, rángrituð.
Þau hljóða svo þar: fe, ur, thuris, os, rat, chaon, hagal,
nau[t], is, ar, sol, [tir skemt í hdr./, brica, man, lagu, yr,
I hdr. í Leiden finnast og nöfnin og eru svo rituð: tiuu,
biarkan, manr, laukR, ir, fiu, urR, þhurs, aus, raiþu, kajun,
hafiaj, nauþR, is, ar, sulu. Sumt er hjer óefað rjettara.
Hjer er 3. ætt sett fyrst.
Loks er og til írsk uppskrift á nöfnunum, og eru
þau í samræmi við hinar uppskriftirnar, en sum eru
nöfnin rángt rituð.
Um þvðíngu sumra þessara nafna skal nú talað.
úr er skýrt í rúnakvæðinu sem sindur (úr er af eldu
járni). Á íslandi var það (stundum að minsta kosti)
skilið sem regn (úr er skýja grátr í íslensku rúnakvæði
allúngu). Hvorugt er rjett, en komið til af misskilníngi;
upphaflega nafnið var úrr — úruxi (sbr. síðar).
öíí er í rúnakv. norska skilið sem ós (ár-ós), og svo