Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 34
34
Finnur Jónsson
hefur það verið skilið allajafna á íslandi, en ísl. rúnakv,
hefur alt aðra merkíngu: óss er aldingautr ok ásgarös
j'ófurr, þ. e. Óðinn. Orðið óss hefur verið misskilið, því
að upphaflega myndin var ójí (með nefkveðnu ó) af eldra
ansuR=goð. Annaðhvort hefur á orðið ó vegna nefhljóðsins,
sem á eftir fór (einsog t. d. í spónn af eldra spánuR) eða
nafnið er komið úr fornensku; þar hjet rúnin ös. Vegna
nafnsins fjekk rúnin síðar merkínguna ó.
reið er tvírætt; getur þýtt hest-reið, og svo er það
skýrt í rúnakvæðunum báðum. Það gæti líka þýtt vagn,
og er það líklega rjettara.
kaun hefur verið skilið sem sár, en það mun varla
vera það upphaflega; þarum síðar.
hagall er — hagl, hvernig sem á þessu karlkynsorði
stendur. Ef til vill er það myndað til þess að fá sam-
ræmi við karlkynsorðin Freyr og Týr. Hagall er fremstur
í miðröðinni.
bjarkan er orð, sem ekki finst annars; í rúnakvæð-
unum er það skýrt sem »laufgrænstr lima« eða »laufgat
ljm ok lítit tré«, og er þá auðsjáanlega leitt af björk, og
mun það rjett; sbr. gotneska nafnið bercna (þarum síðar).
ýr, um það nafn skal síðar talað.
Þessi nöfn eru ekki að upphafi norræn, heldur eru
þau búin til af Gotum, að öllum líkindum, en líklega eru
þau þó ýngri en sjálft stafrófið. Svo vill vel til, að í hand-
riti nokkuru í Salzburg (frá því um 900) finst stafrófið
með (gotneskum) nöfnum; en eina rúnina og nafn hennar
vantar þar (í, T). Nöfnin eru auðsjáanlega afbökuð, einsog
við var að búast í svo úngu hdr.
Nöfnin á rúnunum í ýngra stafrófinu eru: fe (gotn.
faíhu), uraz (f. wuz, orðið var u-stofn), thytt (þarum síðar),
aza (af ansuR), reda, chosma (?), haal (f. kagal), noicz (gotn.
nauþs), iiz (mundi í gotn. skrifað eis o: is), gaar (gotn.
jer, g — j), sugil (gotn. sauil = sól), tyz, bercna (mundi