Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 35
Rúnafræði
35
skrifað í gotn. baírkan, aí — e), manna (gotn. manna) laaz
(f. lagaz, sbr. haal; f. gotn. lagus, sem það mun hafa
hljóðað, sbr. uraz f. urus). R-rúnin er aukreitis; um
hana síðar.
chosma skýrði Bugge sein gotn. kauns — kaun, en
það orð þekkist ekki nú í gotn. v. Grienberger vildi
skýra það sem kusma, sama orð sem holl. kossem, er
merkir ‘hálssepa á kúm’ (í norsku er til orðið kusma —
bólga í andliti), en þessi skýríng er ekki sennileg, og
verður því að telja orðið óskýrandi, líklega afbakað.
Þá eru eftir 7 rúnir í elsta stafrófinu. Gotnesku nöfnin
á þeim eru þessi:
giba = gjöf, winne, gotn. winja = \in (grösug sljetta),
pertra hefur enginn getað skyrt, eyz, gotn. *aihws (sem
þó ekki kemur fyrir nema í samsetníng) = jór (hestur),
enguz, gotn. *ingws (kemur ekki fyrir) = yngr, yngvi (sem
Ynglíngar eru frá komnir), utal, gotn. *oþal = óðal, daas,
gotn. dags = dagr. Svo hafa þessar rúnir efalaust heitið á
norðurlöndum, meðan þær voru til.
Loks eru nöfnin til hjá Engilsöxum, og eru þau þar
hin sömu, nema þ heitir þar ðorn; kaun er ummyndað f
cen, sem merkir blys. R, sem vantaði í því gotn., er hjer
nefnt eolhx og er nafn á x-stafnum. g-rúnin nefnist hjer ing.
Um nafnið thyth-ðorn er það að segja, að Bugge hjelt
að thyth væri gotn. þiuþ ‘hið góða’, en að það hlyti að
stafa af misskilníngi. Hann áleit, að gotn. heitið hefði
verið þaúrns, og þaðan væri engilsaxneska nafnið komið,
en *þorns (au = o) hefði verið misskilið sem þors 0: þurs
(sbr. þurs vceldr kvœnna kvillu í rúnakvæðinu). En þetta
eru tómar getgátur. Wimmer hugði, að þurs væri upp-
haflega nafnið, og það mun rjett, hvernig svo sem thyth
á að skýra.
Enn eru tvö rúnanöfn, en þurfa sjerstakrar umræðu,
R (T) og I (-T).
3!