Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 36
36
Finnur Jónsson
T merkir á Norðurlöndum R, hljóð sem til er orðið
úr z (eldra s); hjá Engilsöxum var rúnin látin merkja x,
og nafnið á henni var eolhx eða ilx. Wimmer segir, að
í -engilsaxnesku var ekki hægt að nota þessa rún fyrir
R-hljóðið (oftast í enda orðs), þar eð það var horfið úr
málinu; því var það notað til þess að merkja x (þ. e. hs),
en af því að ekkert orð hófst á x, varð hljóðið, sem það
táknaði, að standa síðast í nafninu. Bugge hugði, að
eolhx væri komið af gotn, ilhs, sem svaraði til orðsins
elgR (svo og Wimrner). engns í Salzburg-hdr. við x
hlýtur að stafa af misskilníngi.
Nafnið á J vantar í nefndu handriti, en í engilsaxn.
er það eoh, það er nafnið á viðnum ýr (stofn íwa-). Það
er þetta nafn, sem finst á k (r). I>-nafnið hefur komið
í stað í’^v?-nafnsins, en þó ekki fyrr en allseint. Svo þegar
ekki var lengur þörf á R (hljóðið hvarf í Noregi og varð r),
fjekk það merkínguna y, það var fremra hljóðið í nafninu,
og þar með var nafnið (og rúnin) komið í fult samræmi
við önnur rúnanöfnin. Það má því segja, að nafnið á
T-rúninni sje það einasta af þeim, sem týndust, er hjelst
alla tíð.
Það má sýna þetta sem hjer er sagt í stuttu yfir-
liti svo:
T, gotn. *ilhs, táknandi s, — engils. eolhx, táknandi
x — norrænt elgR, táknandi R (en nafnið týndist).
sT, gotn.?, — engils. eoh, táknandi eo — norr. ýR (ýr),
táknandi fyrst R, síðan y (og myndin varð A).
Um uppruna rúnanafnanna vitum vjer ekkert. En
hitt er líklegt, að þau standi í nánu sambandi við notkun
rúnanna til töfra.
Nöfnin eru ákaflega sundurleit, og ekki er hægt að
finna neina meginreglu í röðinni á þeim (og rúnunum).
Að vísu er oft svo, að tveimur nöfnum er skipað saman,
sem skyld eru að efni til svo sem fé— úrr (úruxi), þurs —