Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 38
38
Finnur Jónsson
í Noregi eru og til rúnir á steinum (Einang, Tune,
Strand osfrv ), svo og í Svíþjóð (Tanurn, Rö, Berga, Vánga
osfrv). Aftur á móti eru ekki til áletranir á steinum frá
svo gömlum tímum í Danmörk, með öðrum orðum, sá
siður að höggva rúnir á minníngarsteina getur ekki verið
danskur að upphafi. Hafa menn því viljað halda því fram,
að sá siður sje upphaflega norskur, hafi flust þaðan til
Svíþjóðar og þaðan að síðustu til Danmerkur (um 800).
Að skýra það, hvernig þessi siður sje norskur að uppruna,
er þó mjög erfitt. Tímans vegna er það ómögulegt, að
Norðmenn hafi kynst þeim sið á Vesturlöndum (Irlandi)
og tekið hann upp eftir slíkri fyrirmynd.
Norrænn þjóðflokkur einn voru hinir svonefndu Er-
ular (er oft er getið í grískum og latneskum ritum); nafnið
er sama sem »Jarlar«. Þeir voru hermenn miklir og víð-
förlir mjög um suðurhluta norðurálfu. En á öndverðri
6. öld þröngdi svo að kosti þeirra, að þeir urðu að leita
heim til sinna fornu bústaða. Menn greinir reyndar á
um, hvar þeir hafi verið. Segir sagan, að Erular hafi tekið
sjer bólfestu á Vestra-Gautlandi, en svo hverfa þeir alveg
úr sögunni. S. Bugge gerðist talsmaður þeirrar skoðunar,
að Erular þessir hefðu orðið til þess að auka og útbreiða
þekkíngu á rúnunum. En hvernig sem þessu er varið, er
ekki ósennilegt nema svo kunni að vera, að þessir Er-
ular, er heim komu, hafi fyrstir innleitt þann sið að rista
rúnir á steina (bautasteina) til minníngur um framliðna
frændur. Shetelig hefur, sem áður er áminst, getið þess
til, að rómverskir legsteinar með letrum hafi verið fyrir-
myndin, og gæti það komið vel heim við þessar Erula-
ferðir. Ef svo væri, hefði Vestra-Gautland átt að vera það
hjerað, er siðurinn hófst í og breiddist út frá, norður á
við til hjeraðanna fyrir norðan Gautelfi, er síðar heyrðu
undir Noreg, og þaðan til suður- og vesturhluta Nor-
egs, þar sem þess kyns steinar helst hafa fundist; —