Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 39
Rúnafræði
39
austurávið til Eystra-Gautlands, Bleikíngar og Upp-
landa, — suður á við til Danmerkur. Þetta er ekki
annað en tilgáta, en hún gæti þó geymt í sjer sögulegan
sannleika.
í Noregi voru rúnasteinarnir oftast lagðir í gröfina
(hauginn), stöku sinnum reistir á henni. Þar í Noregi var
hætt að rista rúnir á legsteina um og eftir miðja 8. öld,
hver sem orsökin var, og hjelst það alla 9. öld. Þaraf kom
það, að hinir íslensku landnámsmenn gátu ekki flutt með
sjer þann sið að rista rúnasteina, þó að þeir þektu rúnir-
nar; sbr. það sem sagt er hjer að framan (s. 30).
I Svíþjóð varð það mjög almennur siður á 10. öld og
einkum þar á eftir, að reisa steina bæði á leiðum manna
og eftir menn, sem dáið (fallið) höfðu erlendis á herferð-
um. í Svíaríki eru til rúnasteinar þúsundum saman, á
Upplöndum sjálfum um IOOO (þar var aðalból þeirra), í
Suðurmannalandi um 370, Vestmannalandi milli 30 og 40,
Eystra-Gautlandi um 250, Vestra-Gautlandi um 180, Smá-
löndum um 100 osfrv. Þeir eru oft forkunnlega ristnir,
rúnirnar í allavega gerðum og slúngnum ormahlykkjum
og ýmsar myndir þar að auki. Þeir sem ristu rúnirnar
nafngreina sig mjög oft, og má telja þá mestu snillínga
í list sinni. Einn þeirra var Ásmundur Kárason (um 1025
—40; um 40 steinar), Balli (um 20 steinar), Ófeigr æpir
(um 1100; um 80 steinar), Fótur (um 1040—60; um 50
steinar). Letrin eru oft vísur eða vísnastúfar, að minsta
kosti nokkur hluti letranna. Einna frægastur allra sænskra
steina er Röksteinninn (frá 9. öld) með yfir 800 rúnum,
og þær úr ýmsum letrategundum. Efnið er mjög erfitt
að skýra, og auðsjáanlega af ásettu ráði gert myrkt.
í Danmörku hafa fundist upp undir 200 rúnasteinar,
frá 9. öld fæstir, flestir frá 10. og II. öld, og eru þeir líks
kyns og þeir sænsku, margir ágætlega gerðir, en þó ekki
jafnskrautlegir. Sögulega þýðíngu hafa sjerstaklega þeir