Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 40
40
Finnur Jónsson
steinar, er fundist hafa í nánd við Sljesvík og Heiðabæ;
sumir eru um bardaga Sveins tjúguskeggs þar. Merkastur
og frægastur allra er þd hinn mikli steinn við Jalángur,
er Haraldur blátönn ljet reisa og rista við hina miklu
hauga Gorms og Þyri. Á honum er þetta letur (með
vanalegri rjettritun). Haraldr konungr bað górva kutnbl
þósi (— þessij ept Gorm fóður sínn auk ept Þyrvi móður
sína, sá Haraldr es sér vann Danmórk alla aiík Nórveg
auk Dani gerði kristna. Á bakhliðinni er höggvin mynd
af Kristi í böndum, slúngnum með mikilli list. Þessi steinn
er talinn að vera frá því um 980.
Um alla þessa legsteina má segja, að rúnaletrin á
þeim eru tilkynníng til eftirlifandi kynslóða um manninn,
sem hvílir undir steininum eða við hann. Þá skyldi ekki
ætla, að þær rúnir væru neinar töfrarúnir, og þó er það
sumra skoðun nú, að þær sjeu það líka, og mun þarum
síðar rætt.
Það er víst, einsog áður er getið, að menn eignuðu
rúnunum mikinn töframátt og notuðu þær sem töfrastafi,
einkum til varnar móti illu. Þeir munir, sem þær voru
ristnar á, urðu þá verndargripir. Eins gátu þær verið
notaðar til þess að gera mönnum mein, til særínga og
bannfæríngar.
I elstu áletrununum finnast dæmi til þessarar trúar
á varnarmátt rúnanna. Orðið alu finst víða alveg útaf
fyrir sig, og er talið víst, að það orð merki ‘vernd, þrif-
nað’; þarí felst ósk. Oft eru ýmsar rúnir endurteknar svo
og svo oft. Á beinormi frá Lindholm stendur m. a. a 8
sinnum í röð, r þrisvar, n tvisvar, (b m u og) t þrisvar, og
þar á eftir orðið alu. Slíkt má víðar finna. Auðvitað var
allur fúþarkinn í einu lagi eitt hið máttmesta töfratól, í
honum var allur máttur allra rúnanna saman kominn. Því
er það ekki að undra, að hann er ristur á dálk (Charnay)
eða kíngu (Vaðsteinakíngan); hún hefur verið borin í