Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 41
Rúnafræði
41
bandi um hálsinn, einsog eyrað á henni sýnir. Á dönskum
rúnasteini frá Gjörlev er jafnvel enn allt rúnastafrófið rist,
auðsjáanlega til varnar legstaðnum og hinum dána. Eitt-
hvert mikilfenglegasta dæmi uppá þennan töframátt rún-
anna er steinhellan áEggjum í Sogni; hún er frá því um
700, fanst í gröf og sneri leturhliðin niður. Letrið er að
sumu leyti torskýrt. Upphafið hljóðar svo (með almennri
rjettritun): né(e)s sólu sóít ok né saxi steinn skorinn osfrv.
Ekkert nafn finst á hellunni. Letrið er annars mjög
merkilegt, það sýnir, að málið í Norvegi var þá hjer um
bil alveg einsog í elstu kvæðum 100—200 árum síðar.
Var þar með alveg kipt stoðunum undan skoðunum Bugges
um, að málið á elstu kvæðunum (Braga t. d.) hlyti að
vera ýngra en frá 9. öld.
I fornkvæðum og sögum eru vitnin um þennan töfra-
mátt ekki færri. I Sigurdrífumálum er bálkur með rúna-
nöfnum og sagt, hvernig eigi að nota þær. Á eftir vísu,
er nefnir »líknstafi, góða galdra og gamanrúnir,« eru
nefndar þessar:
sigrúnar — orusturúnir »ef vilt sigr hafa«, þær skal
rista á vopn »ok nefna tysvar Tý«.
'ólrúnar — móti því að »annars kvæn véli þik í
tryggð«, »ok [skal] merkja á nagli nauð«.
bjargrúnar — til þess að »leysa kind frá konum«.
brimrúnar — til þess að bjarga »á sundi seglmörum«
(skipum).
limrúnar— eiga læknar að kunna til þess »sár at sjá«.
málrúnar — til þess að »mangi (engi) þér heiptum
gjaldi harm«.
hugrúnar — viskurúnir, »ef vilt hverjum vera geð-
svinnari guma«.
I einni vísu eru og nefndar bókrúnar án þess að skýrt
sje frá magni þeirra. I þremur vísum eru taldir upp hlutir,
er rúnir voru ristnar á, auðsjáanlega til þess að auka kraft