Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Qupperneq 42
42
Finnur Jónsson
og hamíngju (á eyra Árvakrs og á Alsvinns hófi [hesta
sólarinnarj, á bjarnar hrammi og á Braga túngu, á gleri
og á golli og á gumna heillum — þetta orð er einmitt =
verndargripur, á útlensku amulet — osfrv.).
Að hjer er um raunverulegar rúnir að ræða (og ekki
einhverja aðra »galdrastafi«) sýnist vera víst, því að hjer
eru nefnd nöfnin á tveimur rúnum (t og n). Þess var
áður getið, að Egill Skallagrímsson var »rýninn« (rúna-
fróður) og »kunni skil rúna«, einsog þar stendur. Hann
reisti níðstöng á hendur Eiríki bfóðöx með »formála«, er
hann risti með rúnum. Hann risti rúnir á horni, er í var
eitraður drykkur, hornið brast og drykkurinn fór niður í
hálm. Bóndason einn á Vermlandi hafði ristið rúnir á
tálkn til þess að ná ástum bóndadóttur, en rúnirnar voru
rángar og ollu henni sjúkdómi (»tíu launstafi« nefnir Egill
þær). Sannaðist hjer — sem líklega oftar —, að »fár er
fullrýninn«; sjálfur kvað Egill:
Skalat maðr rúnar rlsta
nema ráða vel kunni,
þat verðr mörgum manni
es of myrkvan staf villisk.
Mart annað mætti nefna, t. d. að kellíngin reist rúnir
á rótartrje því, sem varð Gretti að bana, og vætti þær í
blóði sínu. Blóð gerði þær enn rammauknari. Oðinn
kunni að fá hengdan mann (»virgilná«) til þess að mæla
við sig (»svá ek ríst ok í rúnurn fák«). Vísa má og til
hinnar kröftugu Buslubænar með rúnunum, er þar með
fylgja (r, a, þ, k, m, u, 6 i, 6 s, 6 t, 6 i aftur, og 6 1). Þessi
notkun hefur verið alkunn á íslandi niður allar aldir.
Seint er uppteiknaður svo nefndur kvennagaldur (ísl. þjóðs.
I, 449): Risti ek þjer ása átta, og naaóir níu.
Um rúnastafróf síðari alda má vísa til ritgjörðarinnar
í Árbókum Fornfræðafjelagsins 191O s. 304 og áfram.