Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 46
46
Finnur Jónsson
ritum). Það er óhætt að segja, að rúnir hafi aldrei verið
notaðar til bókagerðar í Noregi eða á Islandi. En í Dan-
mörku er til eitt rúnahandrit, »codex runicus«, með lögum
Skánunga o. fl., ritað um 1300, en það er alveg einstætt,
og sannað, að það sje ritað eftir öðru handriti með latínu-
letri. Það er því alveg ómögulegt, að ráða þar af, að til
hafi verið »rúnaritöld«, hvort sem heldur væri í Dan-
mörku eða á Islandi. Þess skal að síðustu getið, að í
íslenskum handritum eru rúnirnar Y og Y, fé, maðr, stund-
um hafðarsem skammstafanir fyrir þessi orð; það sýnir ekki
annað en að rúnirnar þektust, en það má líka sjá af mörgu
öðru, t. d. frásögninni um afdrif Ingimundar prests Þor-
geirssonar. 1189 fórst skip það í Grœnlands óbyggðum,
er Ingimundar var á, á ferð til íslands. Svo segir sagan
(Sturlúnga), »En þess (þ. e. skipbrotsins) varð svá víst, at
14 vetrum síðar fanz skip þeira, ok þá funduz 7 menn í
hellisskúta einum. Þar var Ingimundr prestr . . . Vax var
ok þar hjá honum ok rúnar þær, er sögðu atburð um
líflát þeira«. Varla getur hjer verið um annað en rúnir í
raun rjettri að ræða. Vax (og smá-»vaxbækur«) var notað
til smáuppteiknana, og hjer eru rúnirnar ekki annað en
tilkynníngarverkfæri.
Annars má hjer geta þess, að rúnir voru kunnar í
íslensku nýlendunum á Groenlandi. Það sjest af Atla-
málum hinum groenlensku, og af ekki allfáum rúnaristum,
sem nú hafa fundist á Grœnlandi á legsteinum og smátrje-
krossum, lángflestar frá því um 1300 og þar á eftir, en
líka fáeinar, sem eru eldri (Iíklega frá því um 1200). En
merkilegt er það, að þær rúnir svnast skyldari norskum
en íslenskum rúnum.