Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 48
48
Finnur Jónsson
jngri áletrunum eru jafnaðarlegast orðaskil með þessu
móti. Svo er um flestar íslensku áletranirnar.
Bandrúnir finnast nokkuð oft. Þær eru svo að skilja,
að einn stafur er hafður sem sameiginlegur stafur fyrir 2
rúnir (eða fleiri), og eru þá hliðstafir beggja settar utan á
sameiginlega stafinn, t. d. þR = er, I = ar. Á Borgar-
steininum er son dregið saman í eina bandrún: $.
6. GREIN. ÁLETRANIRNAR SJÁLFAR
Þær eru mjög margvíslegar auðvitað og mjög mis-
lángar. Sumar af þeim elstu eru ekki nema eitt orð, nafn
þess, sem steinninn er yfir. Sumar nokkuru lengri, t. d.
»Hpðleikr [liggur hjer]. Ek Haukstaldr *hláða = gróf mög
minn« (Strand-st. í Noregi), eða: »Birging . . . systir mín
ljúf mér Vági« (Opedals-st. sst.). Á einum steini (Einang)
stendur ekki annað en: »(Ek) Dagr þær rúnar fáða«, alt á
frumnorrænu máli osfrv.
Síðar verða áletranirnar yfirhöfuð svo: »N. N. setti
stein (kumbl) eftir N. N.«, og svo er bætt við — oft að
minsta kosti — lofsorði um þann látna (stundum er hann
ekki grafinn þar sem steinninn stendur, hann kann að
hafa fallið, dáið, í útlöndum, t. d. í víkíngu). Oft eru
steinar reistir eftir móður eða húsmóður. Stundum eru
vísur eða vísustúfar með, t. d.
fáir verða nú
fœddir þeim betri,
eða: sáR (= sá) dó manna
mest óníðingR.
eða: munu eigi merki
meiri verða
þan (= en) móðir gerði
eptir sun
sinn einiga.