Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 49
Rúnafræði 49
Hver finnur ekki móðurástina í þessum fáu einföldu
orðum ?
Islensku áletranirnar er allar eins að forminu til: »Hjer
hvílir (liggr) N. N.«, einsog sjá má af viðaukanum.
VIÐAUKI
Islenskar rúnaristur.
Legsteinar þeir, er nú eru til og læsilegir eru, skulu
hjer nefndir og skýrðir (að svo miklu leyti sem hægt er).
Þeir eru tíndir saman úr ýmsum ritgjörðum, eftir Kr. Ká-
lund í Árbókum Fornfræðafjelagsins 1882 og eftir Bj. M.
Olsen og Matthías Þórðarson í Arbókum Fornleifa-
fjelagsins. Suma hef jeg sjálfur sjeð, sbr. ritgjörð mína
í Árbókum Fornfræðafjelagsins 1910.
Af því að það er hjer um bil ómögulegt að raða
þessum legsteinum eftir aldri, hef jeg, einsog Kálund,
skipað þeim eftir sýslum. Þaraf sjest hka, hvar þessi
steinagerð hefur verið almennust ög hvar fátíðust. Reyndar
verður um það að dæma með varkárni, því að ekki má
vita, hvað margir steinar hafa farið forgörðum.
GULLBRÍNGUSÝSLA
Steinar á Utskálum.
1. Þrjár línur, sem eru settar svo, að 3. og síðasta
línan stendur efst; hjer er hún sett neðst:
hier : huiler • bret . . . : orms
dotter • lese :' þu paternoste
r ■ fyrer • sal • hennar
Legsteinninn er eftir þessu yfir kvennmanni; sein-
ustu stafirnir í nafninu eru ólæsilegir, en varla efamál, að
*) Steinar, sem engin tilvísun er við, eru teknir úr ritgjörð Kllunds.
4