Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 54
54
Finnur Jónsson
Margrjet Olafsdóttir hvílir hjer
hver guði sofnuð er
glöð hjeðan með friði farin
[frelsarann Jesúm á trúir. 1681].
Vísan er ekki góð með þessu lagi. Einkum er farin
slæmt, stendur heldur ekki. BMOlsen sá, hvernig vísuna
á að lesa, og hann lætur síðustu rúnina vera í, sem hann
setur fyrir framan guði. Hann les því svo:
Margrjet Ólafsdóttir hvílir hjer,
hver í guði sofnuð er,
glöð hjeðan með friði fer osfrv.
Þetta er víst alveg rjett, en lítt skiljanlegt verður, hvernig
orðaröðin hefur brenglast hjá rúnameistaranum (varla af
ásettu ráði).
Þetta er efalaust yngsta áletranin; árstalið er víst rjett;
rjettritunin svarar til þess (hvyler).
DALASÝSLA
Legsteinar i Hjarðarholti.
I. herligrhallrarason
Sjá, auk ritgj. Kál., BMÓ í Árb. 1899 s. 24 osfrv.
Hjer eru engin orðaskil, en áletranin er ljós: her liggr
Hallr Arason.
BMÓlsen hugði, að hjer gæti verið átt við Hall nokk-
urn Arason, er var líklega sonarsonur annars Halls Ara-
sonar (um 1200) á Höskuldsstöðum. Vjer hyggjum, að
hvorugur þeirra geti komið til greina, því að steinninn er
efalaust miklu vngri eftir öllum öðrum rúnasteinum að
dæma. Áletranin er svo stutt, að lítið má fara eftir mál-
inu á henni. Eftir því getur hún verið eins vel frá 14.
eða 15. öld. En vafalaust má telja hana til hinna eldri