Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 59
Rúnafræði
59
mislesið uonniar). »Signad vess« er auðvitað Aue Maria
osfrv. Um þessi hjón hefur ekkert fundist annars, en
líklegt þykir mjer, að Björn sje sá, sem oft kemur við
brjef á 15. öld (sjá Dipl. Isl. IV). Eitt brjefið er gert 26/i
1437 á Grenjaðarstöðum og annað u/5 1447. Sjálfur bjó
Björn á Svalbarði, en 3/9 1447 gefur hann Sigurði syni
sínum þá jörð, og hefur hann þá víst flust þaðan til
Einarsstaða. Málið svarar vel til þessa tíma. Nú vill
svo til, að Björn Sæmundarson er giftur Snjófríði nokk-
uri; þau giftust 1464, en löngu áður hefur Björn gefið
Sigurði syni sínum jörð, svo að það verður að teljast víst,
að Sigríður hefur verið fyrri kona Bjarnar, ef alt er sami
maðurinn. Björn dó 1471, og hefur þá líka eftir því verið
allgainall, þegar hann giftist í annað(?) sinn.
Legsteinn í Flatey á Skjálfanda.
her hvilir þo
orbirgg þoru
MÞ Árb. 1924 s. 59—60.
Hjer er u (i hvilir) stúngið og bendir það á, að
letrið er nokkuð úngt. Báðum þ-unum er snúið við, svo
að belgirnir standa vinstra megin. Svo lítur helst út, sem
þo/orbirgg sje eitt nafn, o tvíritað við línuskifti; næst
liggur að halda, að hjer eigi að lesa kvennmannsnafnið
Þorbjörg (síðari liðurinn þá mishöggvinn), en ekki t. d.
Þorbergur; Þoru ætti þá að lesa: Þorvaldsdóttir. En fulla
vissu er hjer ekki hægt að fá.
VESTUR-SKAFTAFELLSSÝSL A
Legsteinn á Núpstað.
huiler biorn
Meira varð ekki lesið. Fyrir framan huiler hefur efalaust
staðið her.
I