Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 60
6o
Finnur Jónsson
RÁNGÁRVALLASÝSLA
Legsteinn á Teigi.
hier • huiler • uigfu
s : magnus • son : i • gu
BMÓ Árb. 1899 s. 19—20.
Síðari línan stendur fyrir ofan þá fyrri og stendur á
höfði. de (i gude) er brotið af, en hefur eflaust verið
höggvið á steininn. Maðurinn er óþektur.
Legsteinn í Eyvindarmúla.
er : huiler : bia
rni • eirekss
BMÓ Árb. 1899 s. 20.
Síðari línan stendur fyrir ofan þá fyrri og á höfði,
einsog á Teigssteininum. Steinninn er brot, og vantar
framan og aftan af honum. Þar hefur staðið her og son,
og líklega ekki meira. Um þenna Bjarna er ekkert hægt
að segja.
Merkilegt er að taka eftir því hvað margir kvenn-
menn það eru, sem legsteinar með rúnum eru yfir á móts
við þá, sem eru yfir karlmönnum. Yfir karlmönnum eru
19, en einn af þeim er yfir 2 úngum sveinum. Yfir kvenn-
mönnum eru 12, eða sem næst því Vs af þeim. Það er
auðvitað, að það hafa verið meiri háttar konur, húsfreyjur,
sem hafa þótt svo mikils verðar, að svo veglegir legsteinar
væri settir á leiði þeirra.
Tveir eru óvissir. Þeir steinar, er hjer eru taldir. eru
þá alls 33; fleiri hafa til verið, en munu nú týndir.