Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 63
PAUL HERRMANN
1866—1930.
Island hefur nýlega misst einn af beztu og einlægustu
vinum sínum, prófessor Paul Herrmann í Torgau (á prúss-
neska Saxlandi), sem lézt á páskadagsmorgun, 20. apríl í
vor. I Oðni 1922 hefur Indriði Einarsson ritað ítarlega
um hann, og Dr. Alex. Jóhannesson í Almanaki Þjóðvina-
félagsins 1929. Hér skal aðeins lauslega drepið á helztu
ritstörf hans og æfiatriði. Hann fæddist 10. dez. 1866 í
bænum Burg (nálægt Magdeburg), stundaði málfræðisnám,
aðallega germönsk mál og fornfræði, í Berlin og Strassburg,
varð doktor 1888 fyrir ritgjörð um Homilíubókina í Stokk-
hólmi, en síðar yfirkennari við stóran latínuskóla í Torgau
og prófessor að nafnbót 1903.
Til Islands fór hann fjórum sinnum, 1904, 1908, 1911
og 1914, og kynnti sér rækilega land og lýð. Er óhætt
að segja, að fáir eða engir útlendingar hafa þekkt það
betur, og hin mikla ferðabók hans: Island in Vergan-
genheit und Gegenwart I—III (Leipzig 1907—10) ber
það líka með sér. Við hana bætti hann svo síðar: Inner-
und Nord-Ost-Island. Torgau, 1913, og gaf svo 1914 út
hjá Teubner í Leipzig í safninu »Aus Natur und Geistes-
welt« stutta en efnisríka bók um ísland (Island, Das Land
und das Volk). Auk þess hefur hann skrifað ýmislegt
annað um íslenzk efni, og hafa sumar beztu ritgerðir
hans komið í »Mitteilungen der Islandsfreunde« sem próf.
W. Heydenreich í Eisenach gefur út fyrir Islandsvinafé-
lagið þýzka. Var Herrmann einn af þeim, sem mest
gengust fyrir að stofna félagið, og formaður þess til dauða-
dags. Auk ritanna um Island hefur hann samið góðar