Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 64
64
bækur um goðafræði Germana og Norðurlandaþjóða (»Deut-
sche Mythologie*., »Nordische Mythologie«, o. fl.) og
merkileg rit um Danmerkursögu Saxa fróða, og þytt
mikið af henni á þýzku. Líka hefur hann þvtt Hrólfs
sögu kraka, Grettlu og fleiri íslendingasögur, og að auk
»Nýjársnótt« Indriða Einarssonar, »Kejser og Galilæer« og
»Bygmester Solness« eftir Ibsen, o. fl.
Herrmann var maður óeigingjarn og yfirlætislaus, og
hefur verið okkur til hins mesta gagns í sínu landi. Hann
var heiðursfélagi Bókmentafélagsins og riddari Fálkaorð-
unnar og Dannebrogsorðunnar. Hann átti gott safn af
íslenzkum bókum, en varð að selja það nokkrum árum
áður en hann dó. Hann var heilsutæpur síðustu árin og
þjáðist af sykursýki, en veitti mjög erfitt á vandræðaárun-
um seinast í heimsstyrjöldinni og næst á eftir henni að
útvega sér það viðurværi, sem bezt átti við heilsu hans.
Rit Herrmanns um ísland bera vott um mikla þekkingu,
vandvirkni og samvizkusemi. Hann forðast ýkjur og oflof,
og segir vel og greinilega frá því, sem hann hefur tekið eftir.
Þeir Islendingar, sem áttu því láni að fagna að kynnast
honum persónulega, munu æ minnast hans hlýlega; en
rit hans um Island munu verða óbrotgjarn minnisvarði á
komandi öldum, ekki sízt vegna þess, að þar er varðveitt
frásögn um margt, sem nú er breytt eða að breytast.
Sigf Bl.