Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Qupperneq 66
66
Sigfús Blöndal
lands, par sem dóttir hans enn á pá gripi til á heimili
sínu Kelmscott Manor. En að pví ég bezt fæ séð verður
ekki með fullri vissu sannað að hann hafi notað beinlínis
íslenzkar fyrirmyndir í iðnaðarlist sinni. Auðvitað hefur
honum pótt gaman að pví, að finna á íslandi í alpýðu-
Iistinni fram á okkar daga sömu aðferðirnar og lagið og
menn höfðu haft annarstaðar í álfunni á miðöldunum, og
gömlu rómönsku og býzantínsku fyrirmyndirnar, sem hann
pekti svo vel úr öðrum löndum. En pað er pað bezta f
gömlu miðaldalistunum á Ítalíu og í Vesturlöndum Norður-
álfunnar yfirleitt, sem hann tók sér til fyrirmyndar og
leiddi fram á nýtt proskaskeið, og endurbætur hans í
prentlist eiga rót sína að rekja til ítalskra og pýzkra
snildarverka frá elztu tímum prentlistarinnar. Samt má
sýna pað, að fyrir hefur pað komið, að pekking hans á
íslenzkri alpýðulist hefur hjálpað honum til að skilja bet-
ur og skýra einstök atriði í sögu listanna. Dannig bendir
hann á, að sérstök vefnaðartegund, sem menn greinir á
um hvernig hafi verið, og getið er um í einni af fyrir-
skipunum Lúðvíks helga Frakkakonungs með nafninu
„tapisseries nostres“, líklega sé samskonar vefnaður og
notaður hefur verið til áklæða á íslandi, og að sú teg-
und vefnaðar líka hafi tíðkast í einstöku afviknum héruð-
um á Ítalíu til skamms tíma. (Lecture at Health Exhibition
1884, Works, XXII, bls. 281).
Annars er engin furða á pvf í sjálfu sér, að Morris
fyndi ekki neitt í myndalist íslendinga, sem honum pækti
pess vert að fara að líkja eftir pví. Hann var peirrar skoð-
unar, að eiginlega ættu allar myndalistir rót sína að rekja
til byggingarlistarinnar, og að aðrar myndalistir einungis ættu
að vera eins og pernur hennar. Og í löndum, par sem
byggingarlistin af einhverjum ástæðum aldrei hafði kom-
izt á hátt stig, t. d. vegna pess hvað jarðskjálítar væru
tíðir par, eins og á íslandi og í Japan, fanst honum