Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 67
William Morris og ísland
67
óhugsandi að listir yfirleitt gæti orðið eins fullkomnar og
annarsstaðar. Hér hefur Morris farið villur vegar — pað
getur verið álitamál um f>að, hvort listir Japana standa
að baki listum Kínverja, en nóg er af jarðskjálftunum
einmitt í peim löpdum, par sem listirnar að almanna-
dómi hafa blómgazt hvað bezt, Ítalíu og Grikklandi.
t>á er að líta á endurbótamanninn William Morris
og starf hans til að bæta hagi verkamannastéttarinnar og
pjóðar sinnar yfirleitt. Dað verður ekki sagt að ísland
hafi hvatt hann mikið fram eða haft mikil áhrif á störf
hans á pví sviði. En samt má ekki gleyma pví, að ein-
mitt höfðingjalýðstjórnin íslenzka var í samræmi við eðli
hans sjálfs. Hann var andlega skyldur íslenzku stór-
bændunum og höfðingjunum á miðöldunum, ríkilátum og
vopnfimum, sem klæddu hýbíli sín með skrautlegum
veggtjöldum og fögrum tréútskurði, en líka gengu fyrir
vinnufólki sínu og voru með pví í allskonar búskapar-
vinnu, eins og við sjáum svo oft getið um í sögunum.
Og pað er áreiðanlegt að Morris hefur fundizt mikið um
pað, hvernig öll íslenzka pjóðin hefur tekið ástfóstri við
bókmentir, og pá fyrst og fremst skáldskap, sem á ís-
landi verður almenningseign miklu fremur en í nokkuru
öðru landi. Hann sá, að á íslandi var pað altítt, að fá-
tækir menn og óbrotnir höfðu augun og sálirnar opnar
fyrir andlegri fegurð á ýmsum sviðum, og jafnvel sjálfir
gátu starfað að pví að efla ríki hennar, verið skáld og
listamenn, og sumir gæddir miklum gáfum til peirra
starfa. En pó nú Morris hafi tekið eftir pessu aðalein-
kenni á íslenzku pjóðinni, pá pori ég engan veginn að
íullyrða, að slíkt hafi vakað fyrir honum, er hann reyndi
til umbóta á hag ensku alpýðunnar. En ég vildi nú
samt benda á pað, að til er staður í einu riti hans, sem
um slík mál fjallar, par sem ísland er tekið til sem fyrir-
myndarland, og par er bent á, að par hafi mennirnir
5