Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 79
William Morris og ísland
79
Hann leitar að nýjum tegundum fegurðarinnar, og hann
skapar nýjar tegundir fegurðar. Listamaður, sem er eins
fjölgáfaður og William Morris var, notar allt annað mál-
færi til að segja frá pvi, sem honum býr i hug en ís-
lenzkur alpýðumaður á 13. öld; Morris er að tala við
sina líka, við listelska og bókfróða Englendinga á 19
öldinni, og pað óbrotna málfæri, sem átti svo vel við ís-
lenzka alpýðu fyr og síðar, gat Morris blátt áfram ekki
hugsað sér að nota á pesskonar ritum, sem hér ræðir
um. En hann færir sér í nyt íslenzkukunnáttu sína til
pess að koma ýmsum fallegum orðum inn í nútímaensku,
sumpart nýyrðum, sumpart eldri orðum, sem voru úr
gildi gengin, og honum stendur alveg á sama, pó óment-
aðir menn eigi erfitt með að skilja pau, — hann leitar
sér hyllis hjá peim, sem elska fagrar listir og fagurt mál,
hverrar stéttar sem peir eru, en skeytir ekki um aðra —
pað er alveg eins, bæði með ritsmíðar, myndir og lista-
prent. En pað ber ekki að dylja, að jafnvel mönnum,
sem vel hafa vit á listum, getur orðið erfitt að skilja mál-
færi hans sumstaðar, ef peir ekki kunna islenzku. Þessu
til sönnunar skal ég aðeins nefna orð eins og speech-
friend’ = málvinr(-vina),‘shutbed’ — lokrekkja, ‘hand-
s e 1 = handsal, ‘s e 1 f d o o m’ = sjálfdæmi, ‘h o 1 m ga n g’ og
•call to holm’ = hólmganga, skora á hólm; bear thy
griefto purse’ = bera harm sinn í sjóði, osfr. Þessi orð-
tæki og önnur peim lík pykja mörgum enskumælandi mönn-
um lítt skiljanleg og óskiljanleg, — en pau falla vel í
geð hverjum peim manni, sem vill láta alla hljómana 1
hinni miklu listahljómsveit Morrisar heyrast í samstiltu
spili, og alla í einu, til að hrífa sálirnar. En eins og
mörgum mun kunnugt eru pað ekki íslenzku orðtækin
ein, sem eru langt að sótt í málfæri hans; hér við bæt-
ast svo forn- og miðenskuorðtækin, ensk mállýzkuorð, og