Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Qupperneq 80
80
Sigfús Blöndal
svo loks rómönsk orð og orðtæki, sem hann að miklu
leyti hefur sókt í miðaldaskáldskap Frakka. —
Dá má og finna kenningar, svo sem ‘steelspray’,
‘harvest of spears’, ‘harvest of the sword’ fyrir
‘bardagi’; ‘ravenwine’, ‘wine of war’ = blóð, osfr. og
meira að segja í síðustu skáldsögunum, par sem pó meira
gætir rómönsku orðanna, má finna íslenzkar endurminn-
ingar, t. d. er einn af fylgismönnum Rauðhöfða (Redhead)
í ‘Lindin við heimsenda’ (Well at the Worlds End) kall-
aður Noise, sem er ekki annað en íslenzka nafnið Qlaum-
ur, nafn prælsins ótrygga, er var með Qretti í Drangey.
Dað er auðfundið að Morris hefur drukkið svo í sig
íslenzkan hugsunarhátt, að pegar hann ritar um fornger-
mönsk efni gerir hann pað eins og hann væri íslendingur,
og auk málfærisins notar hann margt annað, sem einkennir
ísland og íslenzka náttúru. í hans ‘Ætt Ylfinga’ (House
of the Wolfings) og í ‘Við fjallarætur’ (The Roots of the
Mountains) er hann að lýsa lífi germanskra pjóðflokka í
fornöld uppi i Alpafjöllum, og kemur pá fram með ýmis-
leg atriði, sem snerta menningu peirra og siði, sem hann
hefur tekið úr íslendingasögum, en hann gerir sér ekkert
far um, að grenslast nánar eftir pví, hvort pað hafi verið
svo á peim tíma og peim stað. Hann talar par um
‘karldyr’ og ‘kvenndyr’ eins og á íslenzku stórbæjunum á
söguöldinni; hann getur um ‘Folkwolf’s Storm’ = Þjóðólfs-
hríð, og nefnir svo árás í bardaga, sem ein af hetjum
sögunnar að nafni Djóðólfur gerir, — orðið er myndað
eftir Orrahríð, hinni frægu sókn Eysteins Orra í orust-
unnt við Stafnfurðubryggju. Mannanöfnin eru stundum
alveg íslenzk, t. d. flest nöfnin í ‘House of the Wolfings’:
Angantýr, Valtýr, Herjúlf(ur), Ásbjörn, Qísli, Víglund(ur),
— eða pá pau eru pýðingar á íslenzkum nöfnum, t. d. í
‘Roots of the Mountains’, par er ‘Wargrove’ = Víglundur,
ætt aðalhetjunnar er hér kölluð ‘House of the Face’, og