Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 81
William Morris og tsland
81
nafnið skýrt á pann hátt að gríma úr gulli sé varðveitt
eins og ættargripur og ávalt lögð yfir andlit á líki hvers
karlmanns, í peirri ætt, er dánarathöfnin fer fram. Allir
karlmenn í ættinni hafa pvi nöfn sem minna á grímuna,
og á ensku notar hann orðið fyrir andlit ‘face’, í stað ís-
lenzka orðsins ‘gríma’, og fær pannig mörg nöfn, sem
svara til íslenzkra karlmannsnafna á -grímr: Face-of
Qod = Ásgrímr, Hall-face = Hallgrímr, Bald-face = Skalla-
grímr, Ironface = Járngrímr, Stoneface = Steingrímr.
Samt má ekki gleyma pvi, að sumt annað af pví, sem
venjulegir lesendur verða hissa á í pessari sögu, er ekki
íslenzkt, og yfirleitt verður að muna eftir pví, að Morris
hefur alls ekki ætlað sér að gefa nákvæmar lýsingar á
lífi Qermana í fornöld. Sú fornöld, sem hann er að lýsa
í skáldsögum sínum, er dregin út úr skáldheimum —,
hún er eitthvað líkt og undraland Faiaka var fyrir grísku
skáldin á dögum Hómers, og pað er líklega jafnmikið af
sögulegum sannleik að finna hjá peim báðum, Hómer,
par sem hann talar um Faiakana og Morris, par sem
hann yrkir um Qermani við Alpafjöll.
Árin 1871 og 1873 ferðaðist Morris á íslandi, og
var Eiríkur Magnússon með honum i fyrra skiftið. Deir
fóru um Suðurland, einkum pau héruð, par sem Njála
gerist, og svo sögusvið Eyrbyggju og Laxdælu á Vestur-
landi, og nokkrar sveitir á Norðurlandi; 1873 fór Morris
pvert yfir ísland (Kjalveg). Dagbækur Morrisar frá pess-
um ferðum gaf dóttir hans út löngu eftir lát hans. Dað
leynir sér ekki hvað djúp áhrif íslenzk náttúra hefur haft
á Morris, sem var mjög viðkvæmur fyrir pesskonar áhrif-
um, og honum hefur fundizt miklu meira til um hana
en um pjóðina og lff hennar nú á tímum. Að vísu er
honum vel við íslenzku pjóðina, og pað sýndi hann í
verki, pegar hafísinn árin 1881 og 1882 lokaði höfnum
á Norðurlandi og ómuna harðæri varð par í mörgum
6