Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 82
82
Sigfús Blöndal
héruðum, pá átti Morris mikinn pátt í pví, ásamt Eiríki
Magnússyni, að samskot voru hafin á Bretlandi til að
aptra manndauða.
Morris kom til íslands meðan par var enn miðalda-
ástand, pjóðin svaf, og var varla farin að rumskast við
og vakna við sólskin nýja tímans. Dað er óvíst hvort
honum hefði litizt eins vel á ísland eins og pað er nú —,
samt hefði pað líklega glatt hann, að sjá vaknandi kjark,
starfsemi og stórhug pjóðarinnar á síðustu áratugum. Er
hann var kominn heim aftur til Englands úr síðari ferð-
inni, skrifar hann:
„Ferð pessi hefur gert íslenzku áhrifin dýpri og aukið
ást mína á íslandi. Detta dýrðlega land með sina óbrotnu
náttúru, ógnandi og sorgblandna, en fagra, og svo allar
hetjusögurnar, sem ég mundi svo vel eftir, hefur drepið
alla volæðislundina í mér, og mér finst eins og mér
pyki ennpá vænna en áður um að fá að sjá aftur framan
í konuna og krakkana og alla pá sem mér pótti vænt
um heima fyrir. Mér finst eins og heilt og afmarkað
skeiðrúm af æfi minni sé liðið, er ég hef nú litið ísland
í síðasta sinni. Degar ég í nótt horfði upp á Karlsvagn-
inn á himninum pá var mér eins og öll ferðin rynni
mér í hug, allt í einum svip, í hátiðlegri dýrð og veg-
semd, og pað var eins og hjartað væri prungið af aðdá-
un yfir pví öllu. Sannarlega hef ég grætt mikið á ferð-
inni, og pað voru engir óparfa-dutlungar, sem drógu mig
pangað, en sönn eðlisprá eftir pví, sem ég purfti að fá“.
(Works VIII bls. XXXIII-XXXIV).
Áhrifin frá íslandsferðinni héldu sér fram í dauðann,
og má finna ýms dæmi peirra í skáldsögunum, líka par
sem sízt skyldi búast við peim. í „The Roots of the
Mountains“ og „The Well of the Worlds End“ eru ýmsir
kaflar, sem enginn hefði getað skrifað, nema sá sem hef-
ur ferðast gegnum hraunbreiður á íslandi. Ég vil taka