Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 83
Williatn Morris og ísland
83
til dæmis lýsinguna í ‘The Roots of the Mountains’, bls.
305 osfr., par sem sambandsher germanskra pjóðflokka
í Alpalöndunum fer herferð gegn Húnum, og á leið
gegnum skarð uppi í háfjöllum. Náttúran er hér alis-
lenzk og nöfnin líka. Hann lýsir par hraunbreiðum,
vöxnum gráum mosa, með háum, svörtum og hrikaleg-
um klettum. Dar rennur fljótið Shivering Flood o:
Skjálfandi og par er íspakið eldfjall með nafni Shield-
broad o: Skjaldbreiður. Dað er einmitt sú náttúra sem
Morris sá með eigin augum á annari ferð sinni í f>ing-
eyjarsýslu.
Árið 1891 gaf Morris út kvæðasafnið „Poems by
the Way“; hér eru ýms kvæði um íslenzk efni: ‘The
Wooing of Hallbjörn the Strong’ (Kvonbænir Hailbjarnar
sterka), úr Landnámu; „To the Muse of the North (Til
söngdísar Norðurlanda), ‘Iceland first seen’ ‘Landsýni
við ísland’; ‘Qunnar’s How above the House at Lithend’
(Qunnarshaugur fyrir ofan bæinn á Hlíðarenda), og að
auk pýðingar á tveimur íslenzkum fornkvæðum, Kristínar-
kvæði og Sonarharmi (sbr. ísl. fornkvæði I. 144 og 154).
Merkilegasta kvæðið er ‘Iceland first seen’, eitthvert hið
fegursta kvæði, sem útlendingur nokkurntíma hefur ort
til íslands. Dar lætur hann ísland segja:
Amid waning of realms and of riches
and death of things worshipped and sure
I abide here, the spouse af a god,
and I made and I make and endure.
„Ríkin og auðæfin líða undir lok, og pað sem hefur verið
dýrkað og pókt traust deyr iíka, — en ég stend hér áfram
og er brúður guðs, og ég hefi skapað, og ég skapa, og
ég vari.“
Og skáldið spáir um ókomna tímann — hann sér
ísland á ókomnum öldum sem frelsandi mannkynið peg-
ar pað vaknar úr svefnmókinu, sem nú er á pví:
6