Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 84
84
Sigfús Blöndal
Yet sure when the world shall awaken
this too shall be mighty to save.
„sannarlega, pegar mannkynið vaknar, mun líka petta
(land) fá krafta til að frelsa (pað)“.
I augum Morrisar er ísland eins og ímynd krafts og
fegurðar, óbrotins lífs og hreinleika, og dýrð skáldskap-
arins steypt yfir allt saman. Honum finnst allt, sem bezt
er í gömlu bókmentunum okkar, og allt, sem er mikil-
fenglegast og göfugast í náttúru landsins og anda pjóð-
arinnar, eiga svo vel við pað, sem bezt var í hans eigin
eðli. Hann var að vona, að frá íslandi mætti fá nýja
krafta, nýjar hugsjónir, nýja fegurð á ýmsum sviðum, og
að allt petta gæti komið að gagni fyrst og fremst ensku-
talandi pjóðunum, og svo öllu mannkyninu. Og pað
brást heldur ekki fyrir hann sjálfan, — og sæðið, sem
hann hefur sáð, mun án efa bera ávöxt á sínum tíma.
En —, pað er hyggilegra að fylgja .dæmi Morrisar í
lífi hans og störfum en að reyna að stæla hann í rit-
hætti. Formið, sem hann valdi sér, á ekki við alla, en
andi hans getur líka haft áhrif á pá, sem ekki geta fellt
sig við búninginn, sem hann notaði um hugsanir sínar.
Og pað eru slíkir menn, sem Morris var, sem við ís-
lendingar óskum okkur að vinum. Við höfum líka pá trú,
að pjóð vor eigi sitt hlutverk á jörðunni, og að hún hafi
verið sérstaklega valin og undirbúin undir pað, að verða
eins og sambandsliður milli allra germanskra pjóða, og
uppspretta kraftarins fyrir hvern pann mann, sem vill
leggja pað á sig að kynnast landinu, pjóðinni og bók-
mentunum í fullri alvöru. Og í mínum augum er
William Morris og starf hans óræk sönnun fyrir pví að
ísland getur orðið pað.