Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 85
Publius Vergilius Maro.
2000 ára minning.
Eítir Jakob Benediktsson.
Á pessu ári eru liðin rjett 2000 ár síðan í heiminn
var borinn sá rómverskur rithöfundur, sem markað hefur
einna dýpst spor í bókmentum Norðurálfu alt fram á
vora daga, — skáldið P. Vergilius Maro. Hann er fædd-
ur í Andes í grend við Mantua á Norður-Ítalíu 15. okt.
árið 70 f. Kr. Faðir hans var efnaður bóndi, en að öðru
leyti er ætt hans með öllu ókunn. Vergill fjekk í æsku
pá mentun, sem venja var til, að peir Rómverjar hlytu,
er ganga vildu embættisbrautina, en um pær mundir var
pað talinn framavegur mestur í Rómaveldi. Gekk Vergill
fyrst í barnaskóla í Cremona og síðan í Milano. Var
pað á peim árum, er Cæsar var að leggja undir sig
Gallíu, og fóru hersveitir hans á hverju ári um Norður-
Ítalíu. Komst Vergill pví pegar á barnsaldri i kynni við
hinn sigursæla her Rómverja, og hafa sögurnar um af-
reksverk hersins í Gallíu án efa lagt undirstöðuna að
pjóðarstolti pví, sem seinna mótar skáldskap hans.
Eftir stutta dvöl í Milano flutti Vergill sig til Róma-
borgar til frekara náms. Lagði hann nú stund á rhetorik
(mælskufræði), sem var nauðsynlegur undirbúningur öll-
um peim, er vildu gefa sig að málafærslu og öðrum op-
inberum störfum. Mælskukennaiar peirra tíma lögðu pó
oftast mest kapp á að kenna lærisveinum sínum skraut-
legan ræðustíl, svo að ósjaldan varð úr pví hið mesta