Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 86
86
Jakob Benediktsson
orðagjálfur og glamur eitt. Var slíkt fjarri eðli Vergils,
enda varð hann aldrei duglegur málafærslumaður. Þó
komst hann svo langt, að hann flutti eitt mál tyrir rjetti.
En það virðist ekki hafa gengið sem ákjósanlegast, pví
að hann reyndi pað aldrei aftur, enda var hann bæði
feiminn og málstirður,
Árið 48 kvaddi Vergill mælskufræðina fyrir fult og
alt og fór til Neapel til að leggja stund á heimspeki.
Kennarar hans par voru Epikúringarnir Siro og Philo-
demus, báðir af grískum ættum. Voru peir um pessar
mundir frægustu heimspekiskennarar á Ítalíu, og á pess-
um árum kom til peirra mikill fjöldi Rómverja, sem voru
málsmetandi menn í ríkinu eða urðu pað seinna. Eign-
aðist Vergill par vini, sem hann síðan hjelt trygð við til
dauðadags. Myndaðist par vísirinn til skálda-klíku peirr-
ar, er mest bar á í rómverskum bókmentum á fyrstu
stjórnarárum Augustusar. í Neapel var og hægara fyrir
Vergil að kynnast grískri menningu en víðasthvar annars-
staðar á Ítalíu, pví að par var aðalsamkomustaður ment-
aðra Qrikkja af ýmsu tægi, sem leituðu til Ítalíu til að
afla sjer fjár og frama með andlegri starfsemi. Kynnin
af pessum sundurleitu mönnum hafa án efa víkkað and-
legan sjóndeildarhring Vergils, og átt sinn pátt í pví að
veita honum mannpekkingu pá, er kemur svo meistara-
lega frain í Æneasarkviðu. Vergill undi vel í Neapel,
eins og sjá má af pví, að hann bjó par mestan hluta
æfi sinnar, jafnvel eftir að kennarar hans voru dánir, og
auðugir vinir hans höfðu gefið honum hús í sjálfri Róma-
borg. En Vergill var alla æfi bóndasonurinn frá Mantua.
Honum geðjaðist aldrei að glaumi stórborgarinnar, og fjöl-
menni var honum ekki að skapi. Átti petta að nokkru
leyti rót sína að rekja til pess, að hann losnaði aldrei
við „sveitamanninn" í fari sínu. Er hann var frægur
orðinn, kunni hann pví afarilla, að eftir sjer væri tekið.