Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Qupperneq 88
88
Jakob Benediktsson
Vergill á svipstundu frægastur peirra rómversku skálda,
er pá lifðu. Ljóðin komust pegar á hvers manns varir
og voru jafnvel flutt i leikhúsum sem söngleikir. Aðdá-
un sú, er Bucolica vöktu í Róm, á pó vart rjett á sjer í
augum manna nú á tímum, pví að kvæði pessi eru eng-
an veginn frumleg, heldur flestöll stælingar á Deokritos.
Bera Bucolica fremur vott um listfengi í rími og orðvali
en skáldlega andagift. Vergill gerði einnig mörg af hirð-
ingjaljóðunum óeðlilegri með pví að láta ýmsa pekta
samtíðarmenn sína koma fram í peim, oftast með hirða-
nöfnum, en pó svo, að ekki er um að villast, við hvern
er átt. Fær hann pannig tækifæri til að lofa vini sína
og velgjörðamenn, en pað spillir óneitanlega skáldlegu
gildi kvæðanna.
Dótt einkennilegt megi virðast, varð eitt af pessum
kvæðum til pess að halda nafni Vergils hvað mest á
lofti á miðöldunum, og pað vegna misskilnings eins.
Kvæði petta er pað eina í safninu, sem ekki er hirðingja-
ljóð, en lýsir í spádómsformi vonum skáldsins um nýja
gullöld, sem upp muni renna, er sveinbarn eitt sje í
heiminn borið. Spádóm pennan hefur Vergill eftir Si-
byllubókum, og lýsir hann síðan í kvæðinu blessun pess-
arrar nýju aldar og rekur æfi sveinsins, er koma skal,
frá vöggu til fullorðinsára. Er fram liðu aldir, gripu
kirkjunnar menn kvæði petta fegins hendi og pýddu pað
svo, að parna hefði petta ágæta heiðna skáld spáð komu
Krists og friðarríkisins. Hin sönnu tildrög kvæðisins eru
pau, að pað er tileinkað einum vini Vergils, er var ræð-
ismaður árið 40, og lýsir kvæðið á líkingamáli skálds-
ins vonum peim, er Vergill og fleiri Rómverjar báru I
brjósti um ríkisstjórn Augustusar. Spádómsbækur pær,
er skáldið notaði sem heimild, voru af austurlenskum
uppruna, og i austurlenskum trúarbrögðum voru víða til
spádómar, sem svipaði til Messíasarspádóms Gyðinga.