Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 92
92
Jakob Benediktsson
skáldið fyrst vexti trjáa og runna, viltra og ræktaðra, en
snýr sjer síðan að vínyrkju, og er mestur hluti bókarinn-
ar um hana. í priðju bók ræðir skáldið fyrst um hesta
og kýr, síðan um kindur og geitur, hirðingu peirra og
lifnaðarhætti. Fjórða bókin er öll um býflugur, bústaði
peirra og búskap, bardaga peirra og sjúkdóma. Allur
pessi purri fróðleikur og allar reglur, er Vergill setur, eru
ofnar inn f skáldlegar náttúrulýsingar. Markmið skálds-
ins er ekki að semja kenslubók, sem gefi algildar og
fullnægjandi reglur, en að lofa sveitalífið og náttúruna,
enda er auðsætt af Georgica, að Vergill hefur verið meira
skáld en bóndi, prátt fyrir allan fróðleik hans um alt, er
að landbúnaði lýtur. Inn á milli reglnanna skýtur Vergill
altaf öðru hverju lýriskum eða episkum smáköflum, sem
eru hreinar perlur að fegurð, t. d. lofgjörð hans um Ítalíu
og lýsingin á vorinu í 2. bók. Alt kvæðið er svo inn-
blásið af ást á náttúrunni og sveitum Ítalíu, að varla finst
neitt hliðstætt í bókmentum fornaldarinnar. Vergill lætur
á einum stað í ljósi ósk um að geta kveðið um gang
himintungla og geta skýrt orsakir stærri náttúrufyrirbrigða,
en bætir við, að par sem petta sje sjer ekki lagið, láti
hann sjer nægja að elska sveitina, árnar, sem liðast um
dalina, skógana og fljótin, pótt minni frægðarauki sje að
kveða um slíkt. Virðist í pessu hafa vakað fyrir Vergli
að yrkja heimspekilegt kvæði um náttúruna í epikúriskum
stíl, eins og Lucretius hafði ort, enda hefir Vergill orðið
fyrir miklum áhrifum frá honum, sem víða má sjá í
Georgica. En vísindin urðu altaf að lúta í lægra haldi
fyrir skáldskapnum hjá Vergli. Gott dæmi pess er lýsing
hans á lífi býflugnanna í 4. bók. Hún er langt frá að
vera vísindaleg, en sýnir glögt hæfileika Vergils til að
korna hversdagslegum hlutum í skáldlegan búning. í
lok 4. bókar er skotið inn kafla um Orpheus og Eury-
dike, sem sýnir sömu einkennin, sem enn betur koma i