Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 95
Publius Vergilius Maro
95
halda honum. Er harmi hennar og örvæntingu átakan-
lega lýst. Æneas verður að lúta ofurmagni örlaganna,
þrátt fyrir ást sína á Dídó, og siglir á næturpeli brott
með lið sitt. Er Dídó verður pess vísari, fyllist hún ör-
væntingu og ræður sjer bana, eftir að hafa formælt
Æneasi og niðjum hans og spáð eilífum fjandskap meðal
Karpagómanna og Rómverja. Fimta bók lýsir siglingu
Æneasar til Sikileyjar og kappleikum peim, er hann
hjelt par, til minningar um dauða föður sins. Daðan siglir
hann til Cumae á ítaliu. í sjöttu bók er sagt frá fund-
um Æneasar og Síbyllu og för hans til undirheima eftir
tilvísun hennar. Dar sýnir skuggi föður hans honum ó-
fædda afkomendur hans, og fær skáldið par tækifæri til
að leggja Anchises í munn lofgjörð um afreksverk Róm-
verja alt til daga Augustusar, og auðvitað fær par júliska
ættin og Augustus sinn skerf fullmældan. í sjöundu bók
hefst frásögn um landvinninga Æneasar á Ítalíu. Æneas
kemur með lið sitt til Latium, og par skeður tákn pað, er
spáð hafði verið. Menn Æneasar eta ávexti og nota
hveitikökur fyrir borð. Kökurnar eta peir svo á eftir, pví
að peir höfðu ekki annað matarkyns. Latinus konungur
í Latium leyfir Æneasi að setjast par að. Dóttur kon-
ungs, Laviníu, hafði verið spáð, að hún skyldi giftast út-
lendingi, og vill konungur nú festa Æneasi hana. En
Júnó æsir fyrst drotninguna, móður Laviníu, gegn Æneasi
og síðan Rútúla-höfðingjann Túrnus, er var festarmaður
Laviníu. Dregur nú til ófriðar milli peirra keppinaut-
anna, og fylgja Latínar allir Túrnusi og fjöldi ann-
ara. í áttundu bók segir frá liðsafnaði Æneasar og
Túrnusar. t>ar er og skotið inn lýsingu á skildi Æneas-
as, er guðinn Vulcanus hafði gert. Voru á skildinum
myndir af merkisatburðum úr sögu Rómverja alt til síð-
ustu herferða Augustusar. Lýsir skáldið par greinilega
stolti Rómverja og fögnuði yfir sigrum Augustusar og