Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Qupperneq 98
98
Jakob Benediktsson
það skulu þinar listir: að þröngva til friðar og si&a,
gefa þeim náð, er þjer gefast á vald, og gjörsigra þijóska.
(Æneasarkv. VI, 847—53, Sigf. Bl. þýddi).
Dessi orð og önnur þvílík hafa snortið hvern ærlegan
Rómverja, og það er einmitt þessi hugsunarháttur, sem
tiggur til grundvallar fyrir Æneasarkviðu.
Vergill var sjálfur hræddur um að hann hefði reist
sjer hurðarás um öxl með verki þessu. Hann segir í
brjefi til Augustusar: „Verk það, er jeg hefi með hönd-
um, er svo mikið, að mjer finst það hafa verið óðs manns
æði að byrja á því“. Vandvirkni hans sjest best af því,
að áður en hann dó, mælti hann svo fyrir, að handritið
skyldi eyðilagt, af því að hann átti eftir að leggja síðustu
hönd á það. En Augustus bauð vini Vergils Variusi að
gefa Æneasarkviðu út. Qerði hann það á þann hátt, að
hann slepti öllu, er ofaukið var, en að öðru leyti birti
hann kviðuna eins og skáldið hafði skilið við hana, enda
ber hún ýms merki þess, að ekki var endanlega frá
henni gengið.
Samtíðarmenn Vergils væntu mikils af Æneasarkviðu,
er kunnugt varð, að Vergill væri að yrkja hana. Skáldið
Propertius segir: „Víkið hjeðan, þjer rómversku skáld,
víkið hjeðan Grikkir, eitthvað stórfenglegra en Ilionskviða
er í smíðum". Degar kviðan kom út, urðu ýmsir til að
níða Vergil fyrir stælingu hans á Hómer. En þeir voru
brátt kveðnir í kútinn, bæði af skáldum þeim, er þá
voru frægastir, og ekki síður af almenningsálitinu.
Æneasarkviða varð fljótt vinsæl og alkunn, þvi að fáum
árum eftir að hún kom út, komst hún inn í skólana sem
kenslubók í latneskri tungu og bragfræði. Varð hún um
margar aldir undirstaða allrar kenslu í þessum fræðum
og einnig í rhetorík, svo að á 2. öld e. Kr. deildu menn
um það í fullri alvöru, hvort telja bæri Vergil til skálda
eða mælskumanna. Sem skólabók hafði Æneasarkviða