Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 99
Publius Veigilius Maro
99
mun meiri (>ýðingu í Róm en Hómerskvæði á Grikklandi,
vegna pess að mál Hómerskvæða var of fjarri talmáli
þeirra tíma, er pau voru í letur færð, til pess að líkt yrði
eftir pví að miklum mun. En mál Vergils varð aftur á
móti sú fyrirmynd, er flestir rómverskir rithöfundar kost-
uðu kapps um að líkja eftir, bæði í ljóðum og óbundnu
máli. Málfræðingar keisaraaldarinnar vitna oftar í Vergil
en nokkurn annan höfund rómverskan, svo að sagt hefur
verið, að pótt engin handrit væru til af kvæðum Vergils,
væri hægt að setja mestan hluta peirra saman úr tilvitn-
unum.
Er fram liðu aldir og talmálið latneska fjarlægðist
ritmál gullaldarinnar meir og meir, voru skrifaðar margar
og stórar bækur til skýringar á kvæðum Vergils, pví að
alstaðar par sem latína var kend, voru pau notuð sem
skólabók. Dannig kyntust kirkjunnar menn Vergli best
allra rómverskra rithöfunda. Gripu peir pví fegins hendi
„Messíasarspádóminn“ í Bucolica til að hefja Vergil hátt
yfir öll heiðin skáld. Peir sem skemst gengu, hjeldu pví
fram, að Vergill hefði misskilið Síbylluspádóminn og
snúið honum upp á rómverska viðburði, en aðrir álitu,
að Vergill hefði beinlínis spáð komu Messíasar. Detta
varð nú til pess, að kirkjunnar menn fóru að skýra önn-
ur kvæði Vergils sem líkingar, pví að í peim var auðvit-
að margt, sem ekki kom heim við kenningar kirkjunnar,
og pá var um að gera að skýra pað á pann hátt, að pað
gæti ekki spilt sálum peirra ungu og óreyndu manna, er
nota áttu Vergil fyrir lesbók í latínu. Var t. d. Æneasar-
kviða skýrð sem ímynd mannlegs lífs með öllum hætt-
um pess og erfiðleikum. Eru við petta, eins og nærri
má geta, notaðar hinar fáránlegustu líkingar og orðskýr-
ingar. En skýringaraðferð pessi varð svo útbreidd og
vinsæl, að hún hjelst alt fram í lok miðalda.
Degar á leið miðaldir, fjellu grískar bókmentir mjög
7