Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 102
Jón Vestmann.
Eftir Björn K. Dórólfsson.
Af öllum peim, er urðu fyrir hermdarverkum Algeirs-
manna á íslandi, varð enginn f>jóð sinni svo kær um
langt skeið sem Jón Dorsteinsson prestur í Vestmanna-
eyjum, er veginn var í mestu og kunnustu ránsferð hinna
algeirsku víkinga til íslands, árið 1627. Sjera Jón var
sálmaskáld gott1) og píslarvottsnafn hlaut hann brátt eftir
dauða sinn, píslarvottur drottins er hann oft nefndur.
Vitum vjer ekki að nokkur íslendingur annar hafi verið
kendur pannig, svo að fast hafi orðið við nafn hans;
sjera Jón varð líka hetjulega við dauða sínum að pví er
heimildir segja. Urðu synir hans og niðjar fleiri merkir
menn, meistari Jón var fjórði maður frá Jóni píslarvott.
Degar víkingar höfðu drepið sjera Jón tóku peir ekkju
hans og dóttur, er báðar hjetu Margrjetar, og son hans Jón,
er síðar nefndist Vestmann, og voru pau öll seld mansali svo
sem annað fólk, er víkingar hertóku2). Var Jón pá að eins
fjórtán ára að aldri, en útskrifaður úr Skálholtsskóla og
átti að sigla til háskólans í Kaupmannahöfn pá um sum-
arið. Sá maður átti síðan æfi ójafna og merkilega, og
varð honum meiri örlaga auðið en flestum af hinu her-
tekna fólki. Ekki vantar heldur sögusagnir um æfintýri
hans, afrek og svaðilfarir3), en pví miður verður harla
1) Sjá um skáldskap hans Páil Eggert Olason. Menn og
menntir IV, 642—55. 2) Um alt þetta vtsast í Tyrkjaránið á
íslandi, Rvík 1906—09. 3) í Tyrkjaráni bls. 317—32 er prent-
að það sem landar vorir á 18. og 19. öld hafa ritað um Jón
Vestmann, sbr. Menn og menntir IV, 643—44.