Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 105
Jón Vestmann
105
tekinn (igen indlemmet og annammet) inn í kristna
kirkju1). Ðessa sögu um skriftatökuna segja peir líka
báðir Jón Skálholtsrektor og Jón Espólín. Hinn 20.
febrúar árið 1647 er Jón Vestmann skipaður af konungi
til að gera sjókort2). Nú er Jón nefndur Vestmann í
fyrsta skifti svo vjer vitum (Jonas Westman fod paa vort
land Island). Árslaun hans eru ákveðin 100 ríkisdalir
auk kosts (skipperkost) og ókeypis íbúðar, en kosturinn
og íbúðin hafði Jóni verið veitt áður (. .. den skipperkost
och friverelse hand nu nyder). Starf Jóns bar undir
sjóherinn. Hvort sem Jón hefur verið í Kaupmannahöfn
eitt eða tvö ár eða jafnvel prjú áður en hann fjekk pessa
stöðu, voru kjörin mjög góð eftir páverandi gildi peninga
og venjulegum launum. Var hann töluvert meir en hálf-
drættingur við kapteina í sjóhernum, peir höfðu flestir í
árslaun 200 curdali, en curdalur var B/6 úr ríkisdal og
verða pá 200 curdalir = 1662/3 rd. Önnur hlunnindi en
launamuninn höfðu kapteinarnir ekki um fram Jón, nema
ókeypis viðhafnarföt. En rangt er pað sem landar vorir
hafa talið að Jón yrði herforingi (J. D. centurio, p. e.
lautenant), hann hafði, pað stutta árabil sem hann átti
ólifað, óbreytta pá stöðu sem konungur veitti honum með
áðurgreindu brjefi. Jóni eru tvisvar greidd laun eftir
pessu skipunarbrjefi3), í bæði skiftin er hann nefndur
somaler að embættisheiti, og á síðari staðnum í reikn-
ingunum er getið láts hans.
í brjefum kansellísins er ekkert um Jón Vestmann
annað en skipunarbrjefið 1647, og ekki er til eitt einasta
!) Kobenhavns Diplomatarium V, 790. 2) Ríkisskjalasafn
Dana, Sæll., reg. XXI, 600; uppskrift eftir Sæll. reg. í Bestallings-
protokol rentukammersins nr. 1 (einnig f rskjs.). Hjá Lind
Christian d. fjerde og hans Mænd paa Bremerholm 438—39 er
útdráttur eftir Bestallingsprot. 3) Rskjs. Dana, Klædekammer-
regnskaber 1647 og 1651.