Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 107
Jón Vestmann
107
magnopere doleo, quia mihi fuit familiarissimus“. Á ís-
lensku: Vjer höfum nýlega mist landa yðar Jón Vest-
mann, vissulega frábæran mann að gáfum og margskon-
ar pekkingu; jeg harma lát hans næsta mjög, pví að
hann var náinn vinur minn.
Vjer höfum sjeð að landar vorir hafa nokkuð orðum
aukið frama Jóns Vestmanns, eftir að hann kom til Kaup-
mannahafnar, og ekki er ólíklegt að liðugt sje krítað um
afrek hans og svaðilfarir, áður en pangað kom. En pað
er samt engum vafa bundið, að Jón hefur verið gæddur
frábærum hæfileikum, pað sýna bæði hin góðu kjör er
hann hlaut í Höfn, kominn aðvífandi úr fjarlægum lönd-
um, og ekki síður hin lofsamlegu orð Worms um Jón
látinn. Mundi frami Jóns Vestmanns hafa mikill orðið
ef honum hefði auðnast löng æfi.
Eftir að ofanskráð grein var sett, var mjer bent á
pað, að Jón Vestmann hefur verið í ráðum með bræðr-
um sínum, pegar ákveðið var að gefa út Genesissálma
föður peirra. Á titilblaði bókarinnar segir að sálmarnir
sjeu „prentaðir eftir bón og ósk hans (o: höfundarins)
elskulegra sona, s(jera) Jóns Jónssonar prófasts í Borgar-
fiiði og sjera Dorsteins Jónssonar, sem og einnin pess
sáluga, góða og vel forsókta manns Jóns Jónssonar
Vestmanns, peirra bróðurs“. Genesissálmar voru prentaðir
á Hólum 1652.