Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 108
Gísli Brynjólfsson
læknir.
Qísli Brynjólfsson var sonur Brynjólfs prests Jóns-
sonar í Vestmanneyjum; par er Gísli fæddur 3. marts
1861. Hann kom i skóla 1877 og útskrifaðist 1883 með
fyrstu einkunn. Deir voru m. a. bekkjarbræður hans
Quðmundur Magnússon, Klemens Jónsson, Sigurður Briem
og fleiri. Sá bekkur var yfir höfuð vel skipaður. Qísli
sigldi pegar til Khafnar og lagði stund á læknisfræði.
Hann tók embættispróf 1890 með 2. betri einkunn. Hann
tók aldrei neitt embætti, en var um tíma framan af skips-
læknir milli Danmerkur og Ameríku. Hann fjekk pannig
tækifæri til að sjá sig um í heiminum, og síðar á ævi
sinni fór hann ýmsar ferðir, m. a. suður í lönd. Hann
staðfestist áður en lángt um leið hjer í Höfn, bætti ráð
sitt og giftist danskri konu, Berthu, f. Patrunky. Hún er
góð kona og pau hjón mjög samhent. £>au áttu eina
dóttur Ragnhildi, sem gift er norskum stórkaupmanni,
dr. ing. A. Onsager. Pau búa í Ósló.
Qísli hóf svo læknisstörf hjer og bjó alla tíð á Vest-
urbrú, sem kallað er. Hann varð brátt vel kyntur sem
heppinn og gætinn læknir og fjöldi sjúklínga leitaði til
hans; jókst tala peirra með hverju ári, og par kom, fyrir
nokkrum árum, að hann varð að sleppa töluverðu við sig.
Hann komst ekki yfir pað alt saman. Hann hafði pá
eiginlegleika til að bera, að menn fengu gott traust á
honum; hann var stiltur og rólegur í öllu sínu dagfari,