Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 110
110
Finnur Jónsson
Qísli var hár og þrekinn og yfirleitt vel hraustur
maður, pó að hann veiktist, og f>að stundum allháskalega.
Svo vildi svo óhappalega til á öndverðu fyrra ári, er
hann var í sjúklíngavitjun, að hann rann illilega á stiga-
riði og meiddist illa í veikri tá. Ðað varð banamein
hans. Hann lagðist á spítala í vor og lá par til pess er
hann andaðist p. 18. september. Menn höfðu pó til
skamms tíma vonað, að hann væri á batavegi.
Meðal vor fslendínga naut hann mikils álits. Hann
var ætíð góður fjelagsbróðir. Hann var lengi embættis-
maður í deild Bókmentafjelagsins hjer (bókavörður 1890
—92, fjehirðir 1904—11, varaskrifari 1886—90, endur-
skoðunarmaður 1897—1903).
Qísli var einn af stofnendum Fræðafjelagsins og var
auðvitað fjelagi til æviloka. Hann lagði mikla rækt við
fjelagið og gaf pví alt upplagið af lýsíngu Vestmanna-
eyja eftir föður hans; hann kostaði prentunina sjálfur.
Fræðafjelagið á honum pví alt gott að pakka. Qísli var
bókhneigður maður, en hann fann ekki hvöt hjá sjer til
pess að semja rit, og pó bar hann góðar skynjar á, hvað
vísindi eru.
Oss fjelagsbræðrum hans er mikill söknuður að
honum, og hans minníng mun lifa hjá öllum peim, sem
pektu hann.
Finnur Jónsson.