Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 111
Hrá Feneyjum.
Ferðaminningar frá árinu 1921.
Eftir Sigfús Blöndal.
I.
Lestin rennur út á langa brú, og maður sér sjóinn
á báðar hliðar. Og langt úti sjást blika ljósir turnar og
hús — f>að eru Feneyjar.
Dað hefði nú verið skemtilegra að koma sjóleiðis til
þessarar frægu siglingaborgar, en nú á dögum koma
langflestir ferðamenn pangað landveg. En einhvernveg-
inn finnst mér járnbrautin, og pað sem henni fylgir, ekki
almennilega vera í samræmi við pennan gamla sögustað.
Sumar aðrar söguríkar borgir, t. d. Róm eða Flórenz, lifa
fjörugu lífi pann dag í dag —, par hefur gamla menn-
ingin betur getað samlagað sig nútíðarlífinu. En hvar
sem maður kemur í Feneyjum rekur maður sig á menjar
gamla pjóðfélagsins par, sem var svo einkennilegt og
alveg óhugsanlegt á okkar tímum. Pað var kaupmanna-
og aðalsríki, sem hvergi hefur átt sinn líka, nema máske
að sumu leyti á Karpagó i fornöld, áður en Rómverjar
unnu borgina og lögðu í eyði. Aðrar fraégar verzlunar-
borgir á Ítalíu og Þýzkalandi, t. d. Genúa eða Lýbika,
hafa að vísu sumt sameiginlegt, en engin borg önnur
skerst svo algerlega úr sinni pjóð og verður annað eins
stórveldi og Feneyjar voru á blómatíma sínum.
»
Við Ríkarður Jónsson höfum farið alla leið frá Flór-
enz hingað, og nú er markinu náð. Við náum í gondólu